Allar raddir þurfa að heyrast Þóra Björt Sveinsdóttir skrifar 27. september 2022 07:02 Á Stígamót leita árlega um átta hundruð einstaklingar til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis og eru raddir þeirra allra okkur mikilvægar. Síðustu ár hefur baráttan gegn kynferðisofbeldi orðið sífellt háværari og mörg hafa stígið fram til að segja frá sinni reynslu opinberlega. Oft er þetta yngra fólk sem hefur alist upp við auðveldar boðleiðir til að koma sínu á framfæri og aukna umræðu um málaflokkinn. Það er samt ekki þannig að kynferðisofbeldi sé nýtt af nálinni. Eldri kynslóðir eiga svo sannarlega sína reynslu og reynsluheim sem við þurfum líka að meðtaka og gera okkur grein fyrir að þetta er fólkið sem þurfti oft að bera sína reynslu lengi eitt og án aðstoðar sökum samfélagslegra viðhorfa og þöggunar. Einn þessara einstaklinga er kona sem hefur mikilvæga sögu og skilaboð fram að færa en hefur kosið að koma þeim áleiðis í gegnum okkur undir nafnleynd. Stígamót birta því með stolti þessa frásögn að beiðni skjólstæðings. Að viðurkenna skaðann og skila skömminni - DEYFÐ Ég er ekki trúuð manneskja og var ekki alin upp við það að Guð væri til eins og kristin trú gerir ráð fyrir. Ég ólst hins vegar upp við það að guð væri hið góða í sérhverjum manni og í rauninni hefðu allir slíkt að geyma – að fólk væri í eðli sínu gott. Það reyndist því sárt að komast að raun um, að til eru virkilega vondar manneskjur sem njóta þess að skaða aðra og hafa ánægju af því að viðhalda illskunni - valdinu. Í fagnandi umræðu undanfarið fyrst um #höfumhátt og síðan #meetoo hafa ýfst upp gömul sár hjá mjög mörgum og uppvakningar sveimað um - vofur, draugar og djöflar. Mig hefur illur draugur elt undanfarið, grimmur uppvakningur. Hann hafði annars ruðst inn í líf mitt ásamt nokkrum fylgismönnum fyrir röskum fjörutíu árum - langur tími í lífi manneskju! Mér hafði tekist sérlega vel að kveða hann niður, þrátt fyrir ákveðið farg á „efri“ unglingsárum. En draugar eru draugar meðal annars vegna þess að þeir eru aldrei dauðir. Það er ótrúleg sú grimmd og vonska sem er til og getur búið í manneskju og ótrúlegt að upplifa hvernig einhver getur verið nokkurs konar djöfull í mannsmynd. Fyrir röskum tíu árum síðan birtist draugurinn ljóslifandi þar sem rejúníon var í gangi og allt átti að vera gott og gaman. Í sakleysi mínu og með ákveðin tímabil fortíðarinnar í þoku og með trú á það og von um að manneskjan hefði alltaf vilja til að bæta og biðjast fyrirgefningar - og sumt mætti flokka á annan hátt í ljósi æskunnar (algjör vitleysa og rangmetið hjá mér að það sé einhver mælikvarði) ... þá gaf ég af hreinum einfeldningsskap færi á mér til samskipta. Þau urðu ekkert nema dans við uppvakning – djöfullega drauginn í öllu sínu veldi, sem naut þess að rífa upp gömul sár, rifja upp og hreykja sér – enn með sama hugarfar, þá rúmum þrjátíu árum síðar! Eftir öll þessi ár var ótrúlegt að sitja uppi með sársaukann, en ég náði þó að halda áfram án verulegra óþæginda, mín sjálfrar og allra minna vegna og tókst að græða þokkalega yfir aftur. Nú í umræðunni í samfélaginu og um heim allan, hef ég séð að það er á allan hátt rangt að þegja eða gera ekkert í málunum og í það minnsta að skila skömminni. Það hefur hreyft við huganum og hjálpað mér enn betur að sannfærast um það að ég beri á engan hátt skömmina, einungis skaðann. Falinn glæpur Í yfir fjörutíu ár hef ég því haldið hlífiskildi yfir glæpamönnum, falið þá og verknaðinn sem þeir frömdu. Í yfir fjörutíu ár hef ég hylmt yfir með þeim, fært sökina yfir á sjálfa mig, tekið út refsingu og sannarlega hlotið dóm ...dóm unglingsáranna, samferðamanna, umhverfisins og þess samfélags sem ég samsamaði mig við á þeim tíma. Þeir ruddust inn í sálarlíf mitt eftir undirbúið og skipulagt samsæri, blekktu, deyfðu, afvegaleiddu, brutust inn og földu síðan allt sem þeir rændu. Þeir skildu mig eftir, dofna, eina, særða, auma og lemstraða. Þetta voru vinir mínir að ég hélt, jafnaldrar mínir og samferðamenn í gegnum unglingsárin. „Gerirðu þér grein fyrir því að þetta er skipulagður glæpur, samsæri hóps. Áttarðu þig á því að venjulegt ungt fólk á þessum aldri myndi koma hjálparlausum til aðstoðar, umvefja og aðstoða í stað þess að nýta sér það. Skilur þú að þú ert enginn þátttakandi, einungis fórnarlamb grófs glæps. Þú ert plötuð, blekkt hjálparlaus og þú berð enga ábyrgð þar. Samferðafólk brást þér líka og hefði átt að bregðast við, aðstoða og hjálpa.“ Já, hvar voru allir ... hvar voru þið öll, hugsaði ég þegar ég hlustaði á þessa, sem mér fannst óvæntu, skilgreiningu ráðgjafa míns? „Hvernig hefðir þú brugðist við að lesa sjálf um þetta mál og þessa lýsingu ef frásögnin birtist einhvers staðar?“ Þessi skrif mín eru svarið við þeirri spurningu – ég veit núna hvernig ég myndi bregðast við og hvernig ég á að bregðast við. Að ábyrgð á ofbeldi annarra er ekki mín - vera markvisst deyfð, grandalaus, ómeðvituð, óreynd, allt til þess að svala sjúklegri valdafíkn og ofbeldishneigð - og að hreykja sér síðan af ofbeldinu áratugum síðar, sem forsprakki þess. Afi er nauðgari Nú sitja þeir virðulegir við skrifborðin sín. Vel fyrir þeim komið, eiginmenn, pabbar og afar. Ekki það að ég sjálf sé ekki í góðum málum og hafi ekki tekist vel að lifa farsælu og hamingjuríku lífi. Það er bara nóg komið af þögn og réttlætisins og allra annarra þolenda vegna ætla ég að hafa hátt. Því það er spurning hvernig sá siðblindi sem stærir sig af ofbeldisglæp og það meira en fjörutíu árum síðar, hvernig skyldi hann mæta umræðu samfélagsins, hvaða afstöðu hefur hann tekið í vinnunni, til samtals dætranna, sonanna og hvernig hefur hann svarað afabörnunum sem spyrja - afastelpunni sem leitar í fangið eftir stuðningi, kannski eftir að vera misboðið af jafnöldrum. Hvað segir afi þá, sem hefur engum töktum gleymt. Hverju svarar afi þá? Elsku þið hinir, heiðarlegu, hjartahlýju og flottu menn. Ekki gleyma að vera þið. Haldið áfram að taka utan um, knúsa, sýna hlýju og hrifningu og já, að flörta smá. Það má treysta því að þið farið ekki yfir strikið. Ekki láta vesalingana skemma fyrir ykkur. Hjálpið til við að hrekja þá burt og taka þátt í því að skila skömminni til þeirra sem eiga hana. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á Stígamót leita árlega um átta hundruð einstaklingar til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis og eru raddir þeirra allra okkur mikilvægar. Síðustu ár hefur baráttan gegn kynferðisofbeldi orðið sífellt háværari og mörg hafa stígið fram til að segja frá sinni reynslu opinberlega. Oft er þetta yngra fólk sem hefur alist upp við auðveldar boðleiðir til að koma sínu á framfæri og aukna umræðu um málaflokkinn. Það er samt ekki þannig að kynferðisofbeldi sé nýtt af nálinni. Eldri kynslóðir eiga svo sannarlega sína reynslu og reynsluheim sem við þurfum líka að meðtaka og gera okkur grein fyrir að þetta er fólkið sem þurfti oft að bera sína reynslu lengi eitt og án aðstoðar sökum samfélagslegra viðhorfa og þöggunar. Einn þessara einstaklinga er kona sem hefur mikilvæga sögu og skilaboð fram að færa en hefur kosið að koma þeim áleiðis í gegnum okkur undir nafnleynd. Stígamót birta því með stolti þessa frásögn að beiðni skjólstæðings. Að viðurkenna skaðann og skila skömminni - DEYFÐ Ég er ekki trúuð manneskja og var ekki alin upp við það að Guð væri til eins og kristin trú gerir ráð fyrir. Ég ólst hins vegar upp við það að guð væri hið góða í sérhverjum manni og í rauninni hefðu allir slíkt að geyma – að fólk væri í eðli sínu gott. Það reyndist því sárt að komast að raun um, að til eru virkilega vondar manneskjur sem njóta þess að skaða aðra og hafa ánægju af því að viðhalda illskunni - valdinu. Í fagnandi umræðu undanfarið fyrst um #höfumhátt og síðan #meetoo hafa ýfst upp gömul sár hjá mjög mörgum og uppvakningar sveimað um - vofur, draugar og djöflar. Mig hefur illur draugur elt undanfarið, grimmur uppvakningur. Hann hafði annars ruðst inn í líf mitt ásamt nokkrum fylgismönnum fyrir röskum fjörutíu árum - langur tími í lífi manneskju! Mér hafði tekist sérlega vel að kveða hann niður, þrátt fyrir ákveðið farg á „efri“ unglingsárum. En draugar eru draugar meðal annars vegna þess að þeir eru aldrei dauðir. Það er ótrúleg sú grimmd og vonska sem er til og getur búið í manneskju og ótrúlegt að upplifa hvernig einhver getur verið nokkurs konar djöfull í mannsmynd. Fyrir röskum tíu árum síðan birtist draugurinn ljóslifandi þar sem rejúníon var í gangi og allt átti að vera gott og gaman. Í sakleysi mínu og með ákveðin tímabil fortíðarinnar í þoku og með trú á það og von um að manneskjan hefði alltaf vilja til að bæta og biðjast fyrirgefningar - og sumt mætti flokka á annan hátt í ljósi æskunnar (algjör vitleysa og rangmetið hjá mér að það sé einhver mælikvarði) ... þá gaf ég af hreinum einfeldningsskap færi á mér til samskipta. Þau urðu ekkert nema dans við uppvakning – djöfullega drauginn í öllu sínu veldi, sem naut þess að rífa upp gömul sár, rifja upp og hreykja sér – enn með sama hugarfar, þá rúmum þrjátíu árum síðar! Eftir öll þessi ár var ótrúlegt að sitja uppi með sársaukann, en ég náði þó að halda áfram án verulegra óþæginda, mín sjálfrar og allra minna vegna og tókst að græða þokkalega yfir aftur. Nú í umræðunni í samfélaginu og um heim allan, hef ég séð að það er á allan hátt rangt að þegja eða gera ekkert í málunum og í það minnsta að skila skömminni. Það hefur hreyft við huganum og hjálpað mér enn betur að sannfærast um það að ég beri á engan hátt skömmina, einungis skaðann. Falinn glæpur Í yfir fjörutíu ár hef ég því haldið hlífiskildi yfir glæpamönnum, falið þá og verknaðinn sem þeir frömdu. Í yfir fjörutíu ár hef ég hylmt yfir með þeim, fært sökina yfir á sjálfa mig, tekið út refsingu og sannarlega hlotið dóm ...dóm unglingsáranna, samferðamanna, umhverfisins og þess samfélags sem ég samsamaði mig við á þeim tíma. Þeir ruddust inn í sálarlíf mitt eftir undirbúið og skipulagt samsæri, blekktu, deyfðu, afvegaleiddu, brutust inn og földu síðan allt sem þeir rændu. Þeir skildu mig eftir, dofna, eina, særða, auma og lemstraða. Þetta voru vinir mínir að ég hélt, jafnaldrar mínir og samferðamenn í gegnum unglingsárin. „Gerirðu þér grein fyrir því að þetta er skipulagður glæpur, samsæri hóps. Áttarðu þig á því að venjulegt ungt fólk á þessum aldri myndi koma hjálparlausum til aðstoðar, umvefja og aðstoða í stað þess að nýta sér það. Skilur þú að þú ert enginn þátttakandi, einungis fórnarlamb grófs glæps. Þú ert plötuð, blekkt hjálparlaus og þú berð enga ábyrgð þar. Samferðafólk brást þér líka og hefði átt að bregðast við, aðstoða og hjálpa.“ Já, hvar voru allir ... hvar voru þið öll, hugsaði ég þegar ég hlustaði á þessa, sem mér fannst óvæntu, skilgreiningu ráðgjafa míns? „Hvernig hefðir þú brugðist við að lesa sjálf um þetta mál og þessa lýsingu ef frásögnin birtist einhvers staðar?“ Þessi skrif mín eru svarið við þeirri spurningu – ég veit núna hvernig ég myndi bregðast við og hvernig ég á að bregðast við. Að ábyrgð á ofbeldi annarra er ekki mín - vera markvisst deyfð, grandalaus, ómeðvituð, óreynd, allt til þess að svala sjúklegri valdafíkn og ofbeldishneigð - og að hreykja sér síðan af ofbeldinu áratugum síðar, sem forsprakki þess. Afi er nauðgari Nú sitja þeir virðulegir við skrifborðin sín. Vel fyrir þeim komið, eiginmenn, pabbar og afar. Ekki það að ég sjálf sé ekki í góðum málum og hafi ekki tekist vel að lifa farsælu og hamingjuríku lífi. Það er bara nóg komið af þögn og réttlætisins og allra annarra þolenda vegna ætla ég að hafa hátt. Því það er spurning hvernig sá siðblindi sem stærir sig af ofbeldisglæp og það meira en fjörutíu árum síðar, hvernig skyldi hann mæta umræðu samfélagsins, hvaða afstöðu hefur hann tekið í vinnunni, til samtals dætranna, sonanna og hvernig hefur hann svarað afabörnunum sem spyrja - afastelpunni sem leitar í fangið eftir stuðningi, kannski eftir að vera misboðið af jafnöldrum. Hvað segir afi þá, sem hefur engum töktum gleymt. Hverju svarar afi þá? Elsku þið hinir, heiðarlegu, hjartahlýju og flottu menn. Ekki gleyma að vera þið. Haldið áfram að taka utan um, knúsa, sýna hlýju og hrifningu og já, að flörta smá. Það má treysta því að þið farið ekki yfir strikið. Ekki láta vesalingana skemma fyrir ykkur. Hjálpið til við að hrekja þá burt og taka þátt í því að skila skömminni til þeirra sem eiga hana. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun