Neytendasamtökin misskilji dóma um Google Analytics Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2022 06:02 Tryggvi Freyr Elínarson notast meðal annars við Google Analytics í starfi sínu hjá Datera. Datera/Getty Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera segir það ekki rétt að Google Analytics hafi verið bannað í nokkrum Evrópuríkjum. Persónuvernd eigi að gefa út leiðbeiningar en ekki banna tólið. Í síðustu viku birtist tilkynning á vef Neytendasamtakanna þar sem skorað var á Persónuvernd að banna notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics (GA) hér á landi. Í tilkynningunni var sagt að Danir hafi bannað notkunina, sem og Frakkar og Austurríkismenn. Í samtali við fréttastofu segir Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá stafræna birtinga- og ráðgjafarfyrirtækinu Datera, að það sé ekki rétt að aðrar Evrópuþjóðir hafi bannað notkunina. Það sé einungis verið að banna fólki að nota GA á rangan hátt. „Það er hægt að nota GA bæði löglega og ólöglega. Það er væntanlega ástæðan fyrir því að franska persónuverndarstofnunin gaf út leiðbeinandi reglur fyrir sinn markað, hvernig ætti að setja þetta upp og stilla þetta af þannig það væri í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Þannig það er auðvelt fyrir fyrirtæki að nota Google Analytics óvart ólöglega? „Já, ég myndi meira að segja ganga svo langt að fullyrða það að ef maður setur upp GA 3, sem er verið að fara að koma í burtu, beint af beljunni með standard-stillingum þá eru það í flestum tilvikum stillingar sem eru ekki í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Ný útgáfa kemur í veg fyrir ólöglega notkun Ný útgáfa Google Analytics, GA 4, er komin út en enn eiga mörg fyrirtæki og stofnanir eftir að innleiða það kerfi. Með þeirri útgáfu er komið í veg fyrir þá hluti sem Frakkar, Danir og Austurríkismenn hafa sett út á, til dæmis er varða persónuupplýsingaafmáningu IP-talna. Tryggvi segist telja að evrópskar stofnanir hafi áhyggjur af því að bandarískar njósnastofnanir komist yfir IP-tölur í Evrópu en í GA 3 er kerfi sem dulkóðar tölurnar. Það dugar þó ekki að mati Evrópudómstólsins og því eru engum IP-tölum safnað í GA 4. „Google er að gera sitt til þess að ganga eins langt og þeir geta til þess að uppfylla þessar kröfur sem Evrópulöggjöfin og Evrópskar þjóðir eru að setja á þá. Gallinn er að við þurfum öll að innleiða GA 4 en það eru fæstir byrjaðir og það mun taka einhvern tíma,“ segir Tryggvi. Ekki banna heldur leiðbeina Hann vill að Persónuvernd banni ekki notkun GA heldur gefi þess í stað út leiðbeiningar fyrir þann fjölda fyrirtækja og stofnana sem notast við forritið. Hann segir það ólíklegt að fyrirtæki hætti að nota tólið og því sé mikilvægt að nota það rétt. Varðandi tilkynningu Neytendasamtakanna segir Tryggvi að hann telji að samtökin skilji reglurnar ekki rétt. Sérstaklega hafi verið tekið fram í dómsorði í Frakklandi og Austurríki að ekki væri verið að banna forritið í heild sinni heldur einungis ranga uppsetningu þess. „Þetta er alveg flókið mál með marga anga. Hafandi sagt það þá höfum við séð, án þess að hafa skoðun á því, að neytendasamtökin eru að berjast gegn því að fyrirtæki geti nýtt vefkökur og ýmis önnur tól til að markaðssetja út frá svokölluðu persónusniðmati. Sérstaklega ef fólk er að gera það ólöglega. En það er alveg sér umræða,“ segir Tryggvi. Persónuvernd Neytendur Google Tækni Tengdar fréttir Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. 22. september 2022 11:35 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í síðustu viku birtist tilkynning á vef Neytendasamtakanna þar sem skorað var á Persónuvernd að banna notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics (GA) hér á landi. Í tilkynningunni var sagt að Danir hafi bannað notkunina, sem og Frakkar og Austurríkismenn. Í samtali við fréttastofu segir Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá stafræna birtinga- og ráðgjafarfyrirtækinu Datera, að það sé ekki rétt að aðrar Evrópuþjóðir hafi bannað notkunina. Það sé einungis verið að banna fólki að nota GA á rangan hátt. „Það er hægt að nota GA bæði löglega og ólöglega. Það er væntanlega ástæðan fyrir því að franska persónuverndarstofnunin gaf út leiðbeinandi reglur fyrir sinn markað, hvernig ætti að setja þetta upp og stilla þetta af þannig það væri í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Þannig það er auðvelt fyrir fyrirtæki að nota Google Analytics óvart ólöglega? „Já, ég myndi meira að segja ganga svo langt að fullyrða það að ef maður setur upp GA 3, sem er verið að fara að koma í burtu, beint af beljunni með standard-stillingum þá eru það í flestum tilvikum stillingar sem eru ekki í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Ný útgáfa kemur í veg fyrir ólöglega notkun Ný útgáfa Google Analytics, GA 4, er komin út en enn eiga mörg fyrirtæki og stofnanir eftir að innleiða það kerfi. Með þeirri útgáfu er komið í veg fyrir þá hluti sem Frakkar, Danir og Austurríkismenn hafa sett út á, til dæmis er varða persónuupplýsingaafmáningu IP-talna. Tryggvi segist telja að evrópskar stofnanir hafi áhyggjur af því að bandarískar njósnastofnanir komist yfir IP-tölur í Evrópu en í GA 3 er kerfi sem dulkóðar tölurnar. Það dugar þó ekki að mati Evrópudómstólsins og því eru engum IP-tölum safnað í GA 4. „Google er að gera sitt til þess að ganga eins langt og þeir geta til þess að uppfylla þessar kröfur sem Evrópulöggjöfin og Evrópskar þjóðir eru að setja á þá. Gallinn er að við þurfum öll að innleiða GA 4 en það eru fæstir byrjaðir og það mun taka einhvern tíma,“ segir Tryggvi. Ekki banna heldur leiðbeina Hann vill að Persónuvernd banni ekki notkun GA heldur gefi þess í stað út leiðbeiningar fyrir þann fjölda fyrirtækja og stofnana sem notast við forritið. Hann segir það ólíklegt að fyrirtæki hætti að nota tólið og því sé mikilvægt að nota það rétt. Varðandi tilkynningu Neytendasamtakanna segir Tryggvi að hann telji að samtökin skilji reglurnar ekki rétt. Sérstaklega hafi verið tekið fram í dómsorði í Frakklandi og Austurríki að ekki væri verið að banna forritið í heild sinni heldur einungis ranga uppsetningu þess. „Þetta er alveg flókið mál með marga anga. Hafandi sagt það þá höfum við séð, án þess að hafa skoðun á því, að neytendasamtökin eru að berjast gegn því að fyrirtæki geti nýtt vefkökur og ýmis önnur tól til að markaðssetja út frá svokölluðu persónusniðmati. Sérstaklega ef fólk er að gera það ólöglega. En það er alveg sér umræða,“ segir Tryggvi.
Persónuvernd Neytendur Google Tækni Tengdar fréttir Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. 22. september 2022 11:35 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. 22. september 2022 11:35