Fótbolti

Landsliðsþjálfari Möltu grunaður um að hafa áreitt landsliðsmann kynferðislega

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Devis Mangia þykir fær þjálfari en er sakaður um vafasama hegðun. 
Devis Mangia þykir fær þjálfari en er sakaður um vafasama hegðun.  getty/Domenic Aquilina

Landsliðsþjálfari Möltu í fótbolta hefur verið settur til hliðar vegna ásakana um að hann hafi áreitt leikmann landsliðsins kynferðislega.

Maltneskir fjölmiðlar greina frá því að landsliðsmaður hafi látið maltneska knattspyrnusambandið vita af kynferðislegri áreitni landsliðsþjálfarans Devis Mangia á sunnudaginn. Hann var í kjölfarið settur í ótímabundið bann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mangia er sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar hann þjálfaði í Rúmeníu var hann sakaður um að hafa átt í óviðeigandi sambandi við leikmanninn Razvan Popa.

Hinn 48 ára Mangia er Ítali. Hann tók við maltneska landsliðinu fyrir þremur árum. Áður hafði hann meðal annars þjálfað yngri landslið Ítalíu og Palermo, Bari og Spezia í heimalandinu.

Aðstoðarmaður Mangias, Davide Mazzotta, stýrir maltneska liðinu meðan mál þjálfarans er til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×