Milljónum sagt að flýja undan Ian sem nálgast fimmta stigið Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2022 12:21 Ian er þegar byrjaður að valda tjóni í Flórída. AP/Joe Cavaretta Fellibylurinn Ian stefnir hraðbyri á Flórída í Bandaríkjunum eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu og dauðsföllum á Kúbu. Heitur sjór á Mexíkóflóa hefur gefið fellibylnum aukinn kraft og er hann skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur og sagður nálægt fimmta stiginu. Um 2,5 milljónum íbúa Flórída hefur verið sagt að yfirgefa strandlengju ríkisins en veðurfræðingar búast við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 3,6 metra. Það er til viðbótar við þá miklu rigningu og vind sem fylgir Ian. Meðalvindhraði Ians er sagður vera um 70 metrar á sekúndu þar sem hann er mestur, samkvæmt frétt Wasthington Post. Það er einungis nokkrum metrum á sekúndu frá fimmta stigs skilgreiningu. Bandarískir veðurfræðingar segja að Ian muni valda hamfaraflóðum víða í Flórída og það sama megi segja um vindinn. Hann muni líklega valda gífurlegum skemmdum. Sep 28 7am EDT -- Here are the key messages from the special advisory issued on Hurricane #Ian. Catastrophic storm surge inundation expected today as Ian moves ashore in the southwest Florida peninsula. Latest: https://t.co/tnOTyg5UEw pic.twitter.com/cCHGT11wTF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022 Íbúar í Flórída hafa varið síðustu dögum í að undirbúa heimili sín fyrir komu Ians með því að byrgja fyrir glugga, leggja sandpoka og koma eigum sínum í skjól á efri hæðir húsa, ef það stendur þeim til boða. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við því að næstu dagar verði íbúum erfiðir. Ian náði landi á vesturhluta Kúbu í gær og er sagður hafa valdið miklum skaða þar. Meðal annars er öll eyjan án rafmagns og einhverjir eru sagðir hafa dáið. Sjá einnig: Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var upp á Kúbu. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Um 2,5 milljónum íbúa Flórída hefur verið sagt að yfirgefa strandlengju ríkisins en veðurfræðingar búast við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 3,6 metra. Það er til viðbótar við þá miklu rigningu og vind sem fylgir Ian. Meðalvindhraði Ians er sagður vera um 70 metrar á sekúndu þar sem hann er mestur, samkvæmt frétt Wasthington Post. Það er einungis nokkrum metrum á sekúndu frá fimmta stigs skilgreiningu. Bandarískir veðurfræðingar segja að Ian muni valda hamfaraflóðum víða í Flórída og það sama megi segja um vindinn. Hann muni líklega valda gífurlegum skemmdum. Sep 28 7am EDT -- Here are the key messages from the special advisory issued on Hurricane #Ian. Catastrophic storm surge inundation expected today as Ian moves ashore in the southwest Florida peninsula. Latest: https://t.co/tnOTyg5UEw pic.twitter.com/cCHGT11wTF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022 Íbúar í Flórída hafa varið síðustu dögum í að undirbúa heimili sín fyrir komu Ians með því að byrgja fyrir glugga, leggja sandpoka og koma eigum sínum í skjól á efri hæðir húsa, ef það stendur þeim til boða. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við því að næstu dagar verði íbúum erfiðir. Ian náði landi á vesturhluta Kúbu í gær og er sagður hafa valdið miklum skaða þar. Meðal annars er öll eyjan án rafmagns og einhverjir eru sagðir hafa dáið. Sjá einnig: Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var upp á Kúbu.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53