Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 12:20 Veggspjald með mynd af Möshu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í Íran á samstöðufundi með írönskum konum í Berlín á dögunum. Vísir/EPA Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. Dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögregluna í Teheran varð kveikjan að mestu mótmælum í landinu frá árinu 2019. Hún var stöðvuð fyrir að virða ekki strangar reglur um klæðaburð kvenna. Konur hafa meðal annars brennt höfuðklúta sína og klippt hár sitt á meðan mótmælendur kyrja slagorð um dauða harðstjórans Ali Khamenei, æðstaklerks og æðsta leiðtoga landsins. Að minnsta kosti 41 hefur látist í mótmælunum og hundruð aðgerðasinna og fréttamanna hafa verið handtekin, að sögn íranskra ríkisfjölmiðla. Írönsk mannréttindasamtök telja mannfallið enn meira, 76 mótmælendur á ellefu dögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari Financial Times í Íran segir að undanfarna daga hafi hvítir og grænir sendiferðabílar sem siðgæðislögreglan notar við eftirlit með borgurunum horfið af götum höfuðborgarinnar Teheran. Þeir sjáist ekki einu sinni lengur fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni. Saeed Laylaz, sérfræðingur í umbótum í Íran, segir blaðinu að siðgæðislögreglan verði að líkindum ekki lengur á götum landsins. Stjórnvöld muni ekki hafa um annað að velja en að veita ungu miðstéttarfólki í borgum landsins meira frelsi. Ekki er þó búist við því að írönsk stjórnvöld afnemi lögbundna skyldu kvenna til þess að ganga með hijab-andlitsslæðu. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögregluna í Teheran varð kveikjan að mestu mótmælum í landinu frá árinu 2019. Hún var stöðvuð fyrir að virða ekki strangar reglur um klæðaburð kvenna. Konur hafa meðal annars brennt höfuðklúta sína og klippt hár sitt á meðan mótmælendur kyrja slagorð um dauða harðstjórans Ali Khamenei, æðstaklerks og æðsta leiðtoga landsins. Að minnsta kosti 41 hefur látist í mótmælunum og hundruð aðgerðasinna og fréttamanna hafa verið handtekin, að sögn íranskra ríkisfjölmiðla. Írönsk mannréttindasamtök telja mannfallið enn meira, 76 mótmælendur á ellefu dögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari Financial Times í Íran segir að undanfarna daga hafi hvítir og grænir sendiferðabílar sem siðgæðislögreglan notar við eftirlit með borgurunum horfið af götum höfuðborgarinnar Teheran. Þeir sjáist ekki einu sinni lengur fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni. Saeed Laylaz, sérfræðingur í umbótum í Íran, segir blaðinu að siðgæðislögreglan verði að líkindum ekki lengur á götum landsins. Stjórnvöld muni ekki hafa um annað að velja en að veita ungu miðstéttarfólki í borgum landsins meira frelsi. Ekki er þó búist við því að írönsk stjórnvöld afnemi lögbundna skyldu kvenna til þess að ganga með hijab-andlitsslæðu.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45