Fleiri telja líkur á hryðjuverkaárás á Íslandi en áður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. september 2022 19:13 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir niðurstöður könnunarinnar ekki koma á óvart. Vísir/Vilhelm Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum. Ný könnun Maskínu sýnir að þeim hefur fjölgað verulega á síðustu fimm árum sem telja líklegt að mannskæð hryðjuverk verði fram á Íslandi. Ríflega fjórðungur þátttakanda eða 26,6% telja það nú líklegt en í sambærilegri könnun fyrir fimm árum töldu aðeins 7,8% það vera líklegt. Þá voru líka flestir þátttakanda eða 76,6% á því að slíkt væri ólíklegt fyrir fimm árum en nú er innan við helmingur á því eða um 45%. Könnunin var gerð dagana 23. - 27. september. Daginn sem byrjað var að framkvæma könnunina hélt lögreglan blaðamannafund þar sem greint var frá því að tveir menn væru í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu. Lagt hafi verið hald á tugi skotvopna en um framleiðslu á þrívíddarprentuðum vopnuðum hafi verið um að ræða. Mennirnir eru grunaðir um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. „Mér finnst niðurstöðurnar algjörlega skiljanlegar í ljósi síðustu daga og sé þær í raun og veru þessar niðurstöður sem viðbrögð við þessum fréttum. Við þessum blaðamannafundi þar sem að það er notað hugtakið hryðjuverk sem auðvitað veldur almenningi miklum ótta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. Ef könnunin yrði endurtekin að tveimur mánuðum liðnum mætti búast við öðrum niðurstöðum. „Þá sæjum við nýjar niðurstöður sem að væru kannski meira í takti við það sem væri í fyrri könnun.“ Fjöldi þeirra sem taldi það líklegt að mannskæð hryðjuverk yrðu framin á Íslandi fór úr 7,8 prósent í 26,6 prósent á fimm árum.Vísir Mikilvægt sé að hafa í huga að Ísland sé enn eitt af þeim löndum þar sem tíðni afbrota sé lág. „Það er þannig að þegar við heyrum af hryðjuverkaárás að það er skiljanlegt að við upplifum að við búum í einhverskonar breyttu samfélagi að það sé breyttur veruleiki á Íslandi. Það er ekki endilega þannig og það er kannski mikilvægt að hafa í huga að Ísland er enn þá það land sem hefur einna lægstu tíðni alvarlegra afbrota og ofbeldis og það hefur ekkert verið að breytast og við vonum auðvitað að það haldi bara áfram. Að við höldum áfram að vera þetta örugga og friðsæla land.“ Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um gang rannsóknarinnar síðan á blaðamannafundinum síðasta fimmtudag. Fyrir stundu var boðað til annars blaðamannafundar en hann verður á morgun klukkan þrjú. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á morgun en lögreglan mun fara fram á að það verði framlengt. Dómsmálaráðherra hefur, eftir að málið kom upp, rætt um til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu og að hann ætli á næstunni að leggja fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir. „Kannski eitt sem ég held að sé mikilvægt en það er að sko skoða frumvarpið sérstaklega en ekki með þessa árás í huga. Af því að við þurfum auðvitað að skoða þetta frumvarp í íslensku samhengi óháð þessari árás og hvernig hún er skilgreind eða þessari mögulegu árás,“ segir Margrét. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ný könnun Maskínu sýnir að þeim hefur fjölgað verulega á síðustu fimm árum sem telja líklegt að mannskæð hryðjuverk verði fram á Íslandi. Ríflega fjórðungur þátttakanda eða 26,6% telja það nú líklegt en í sambærilegri könnun fyrir fimm árum töldu aðeins 7,8% það vera líklegt. Þá voru líka flestir þátttakanda eða 76,6% á því að slíkt væri ólíklegt fyrir fimm árum en nú er innan við helmingur á því eða um 45%. Könnunin var gerð dagana 23. - 27. september. Daginn sem byrjað var að framkvæma könnunina hélt lögreglan blaðamannafund þar sem greint var frá því að tveir menn væru í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu. Lagt hafi verið hald á tugi skotvopna en um framleiðslu á þrívíddarprentuðum vopnuðum hafi verið um að ræða. Mennirnir eru grunaðir um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. „Mér finnst niðurstöðurnar algjörlega skiljanlegar í ljósi síðustu daga og sé þær í raun og veru þessar niðurstöður sem viðbrögð við þessum fréttum. Við þessum blaðamannafundi þar sem að það er notað hugtakið hryðjuverk sem auðvitað veldur almenningi miklum ótta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. Ef könnunin yrði endurtekin að tveimur mánuðum liðnum mætti búast við öðrum niðurstöðum. „Þá sæjum við nýjar niðurstöður sem að væru kannski meira í takti við það sem væri í fyrri könnun.“ Fjöldi þeirra sem taldi það líklegt að mannskæð hryðjuverk yrðu framin á Íslandi fór úr 7,8 prósent í 26,6 prósent á fimm árum.Vísir Mikilvægt sé að hafa í huga að Ísland sé enn eitt af þeim löndum þar sem tíðni afbrota sé lág. „Það er þannig að þegar við heyrum af hryðjuverkaárás að það er skiljanlegt að við upplifum að við búum í einhverskonar breyttu samfélagi að það sé breyttur veruleiki á Íslandi. Það er ekki endilega þannig og það er kannski mikilvægt að hafa í huga að Ísland er enn þá það land sem hefur einna lægstu tíðni alvarlegra afbrota og ofbeldis og það hefur ekkert verið að breytast og við vonum auðvitað að það haldi bara áfram. Að við höldum áfram að vera þetta örugga og friðsæla land.“ Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um gang rannsóknarinnar síðan á blaðamannafundinum síðasta fimmtudag. Fyrir stundu var boðað til annars blaðamannafundar en hann verður á morgun klukkan þrjú. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á morgun en lögreglan mun fara fram á að það verði framlengt. Dómsmálaráðherra hefur, eftir að málið kom upp, rætt um til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu og að hann ætli á næstunni að leggja fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir. „Kannski eitt sem ég held að sé mikilvægt en það er að sko skoða frumvarpið sérstaklega en ekki með þessa árás í huga. Af því að við þurfum auðvitað að skoða þetta frumvarp í íslensku samhengi óháð þessari árás og hvernig hún er skilgreind eða þessari mögulegu árás,“ segir Margrét.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06
Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39
Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04
Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent