Gunnar um uppganginn Færeyja: „Margir að toppa á sama tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 23:31 Hinn 35 ára gamli Gunnar á að baki 68 A-landsleiki fyrir Færeyjar. Nils Petter Nilsson/Getty Images Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil. „Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
„Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira