Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2022 07:53 Petreaus fór fyrir hermönnum Bandaríkjanna og Nató í Afganistan en lét af því starfi árið 2011 til að taka við CIA. epa/S. Sabawoon David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Sagði hann að bandamenn myndu tortíma öllum hersveitum Rússlands í Úkraínu og hergögnum þeirra, auk þess að sökkva Svartahafsflota Rússa. Í viðtali við ABC News, sem birtist í gær, sagðist Petreaus ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, um möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við kjarnorkuvopnanotkun Rússa. Hins vegar væri þetta ein möguleg sviðsmynd. Petreaus benti á að notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu væri ekki nóg til þess að virkja ákvæði 5 í sáttamála Nató, sem kveður á um viðbrögð allra aðildarríkjanna vegna árásar á eitt þeirra, þar sem Úkraína væri ekki aðildarríki. Hins vegar myndi notkun kjarnorkuvopna ein og sér kalla á viðbrögð. Þá mætti túlka það sem svo að um væri að ræða árás á aðildarríki ef kjarnorkumengnun bærist inn á landsvæði þeirra. Petreaus sagði bandamenn ekki myndu vilja láta draga sig í stigmagnandi kjarnorkustríð en viðbrögðin yrðu að vera á þann veg að það væri alveg ljóst að notkun kjarnorkuvopna yrði ekki liðin. Hershöfðinginn fyrrverandi sagðist telja Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera kominn í öngstræti á vígvellinum; engar herkvaðningar, innlimanir eða hótanir um notkun kjarnorkuvopna gætu snúið þróun stríðsins honum í hag. Hins vegar þyrfti að taka hótununum alvarlega. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Sagði hann að bandamenn myndu tortíma öllum hersveitum Rússlands í Úkraínu og hergögnum þeirra, auk þess að sökkva Svartahafsflota Rússa. Í viðtali við ABC News, sem birtist í gær, sagðist Petreaus ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, um möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við kjarnorkuvopnanotkun Rússa. Hins vegar væri þetta ein möguleg sviðsmynd. Petreaus benti á að notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu væri ekki nóg til þess að virkja ákvæði 5 í sáttamála Nató, sem kveður á um viðbrögð allra aðildarríkjanna vegna árásar á eitt þeirra, þar sem Úkraína væri ekki aðildarríki. Hins vegar myndi notkun kjarnorkuvopna ein og sér kalla á viðbrögð. Þá mætti túlka það sem svo að um væri að ræða árás á aðildarríki ef kjarnorkumengnun bærist inn á landsvæði þeirra. Petreaus sagði bandamenn ekki myndu vilja láta draga sig í stigmagnandi kjarnorkustríð en viðbrögðin yrðu að vera á þann veg að það væri alveg ljóst að notkun kjarnorkuvopna yrði ekki liðin. Hershöfðinginn fyrrverandi sagðist telja Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera kominn í öngstræti á vígvellinum; engar herkvaðningar, innlimanir eða hótanir um notkun kjarnorkuvopna gætu snúið þróun stríðsins honum í hag. Hins vegar þyrfti að taka hótununum alvarlega.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira