Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 12:20 Alls voru 4.381 áhorfendur á bikarúrslitaleiknum en þeir höguðu sér misvel. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti