Það samsvarar tæpum 250 milljónum íslenskra króna, en þær stöllur höfðu átt í deilum í um þrjú ár. Uppspretta deilnanna var sú að Coleen Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna.
Eftir að málið hefur verið gert upp kemur fram í málsgögnum að Vardy muni þurfa að greiða 90 prósent af málskostnaði Rooney. Vardy mun þurf að greiða 800 þúsund pund fyrir 15. nóvember samkvæmt gögnunum.
Lögfræðiteymi Rooney hefur enn ekki komist að endanlegri upphæð sem þau munu senda reikning fyrir, en talan sem birtist í réttarsal var 1.667.860 pund. 90 prósent af þeirri tölu er um það bil ein og hálf milljón punda.
Rooney greiddi þó alls yfir tvær milljónir punda í málskostnað, en 350 þúsund pund höfðu þegar verið greidd fyrir réttarhöldin í maí og telja því ekki með.
Rooney hafði óskað eftir því að Vardy myndi greiða allan málskostnaðinn, en Vardy hafði farið fram á að greiða aðeins 80 prósent.