Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 14:01 Bandarískir hermenn í Sýrlandi í síðasta mánuði. Getty/Hedil Amir Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag. Sýrland Bandaríkin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag.
Sýrland Bandaríkin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira