Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 83-90 | Grindavík vann eftir framlengingu í Vesturbænum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. október 2022 21:55 KR - Valur. Subwaydeild karla. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Grindavík vann góðan útisigur á KR í 1.umferð Subway-deildar karla eftir framlengdan leik í Vesturbænum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en gestirnir voru sterkari undir lokin og tryggðu sér sætan sigur. Leikurinn var jafn nær allan tímann. Grindvíkingar leiddu framan af og voru 35-34 yfir í hálfleik. KR byrjaði þriðja leikhluta vel og komst fimm stigum yfir en Grindvíkingar svöruðu og leiddu fyrir lokaleikhlutann. Þar var allt í járnum og liðin skiptust á að hafa forystuna. KR náði fimm stiga forskoti þegar skammt var eftir en David Azore jafnaði með þremur vítaskotum þegar ein og hálf mínúta var eftir. Roberts Freimanis kom KR í 73-71 en Valdas Vasylius jafnaði fyrir gestina eftir að David Azore hafði klikkað á skoti, KR tekið frákastið en Grindvíkingar náð að stela boltanum strax í kjölfarið undir körfunni. Björn Kristjánsson klikkaði á þristi fyrir KR-inga þegar rúmar fimm sekúndur voru eftir og Azore var nálægt því að tryggja gestunum sigur í venjulegum leiktíma en þriggja stiga skot hans skoppaði af hringnum. Það þurfti því að framlengja. Í framlengingunni voru Grindvíkingar skrefinu á undan. Þeir Azore og Ólafur Ólafsson settu niður þrista og gestirnir komust sex stigum yfir. KR-ingar svöruðu og Freimanis gat komið þeim einu stigi yfir en þriggja stiga skot hans skrúfaðist upp úr hringnum þegar hálf mínúta var eftir. Evangelos Tzolos fékk síðan tvö víti, setti fyrra skotið niður en klikkaði á því síðara. Kristófer Breki Gylfason tók hins vegar afar mikilvægt sóknarfrákast og KR neyddist til að brjóta aftur á Tzolos. Hann setti tvö víti niður þegar 12 sekúndur voru eftir og kláraði leikinn, kom þá Grindavík í 88-83. Lokatölur 90-83 og Grindavík fagnaði góðum sigri í þessum spennutrylli í Vesturbænum. Jordan Semple stigahæstur hjá KR með 24 stig, Þorvaldur Orri Árnason skoraði 19 stig og Dagur Kár Jónsson skoraði 17. David Azore skoraði 31 stig fyrir gestina og Tzolos 18. Af hverju vann Grindavík? Það var ekki mikið á milli liðanna í þessum leik. Grindvíkingar áttu aðeins auðveldara með að sækja stig í lokin þegar á þurfti og KR-ingar voru klaufar undir lok venjulegs leiktíma þegar þeir voru í ágætri stöðu. Fjarvera Bandaríkjamannsins Michael Mallory hafði eflaust sitt að segja en hann fór meiddur af velli strax í upphafi leiks. Leikurinn var kaflaskiptur og bæði lið áttu sína spretti, Grindavík átti sprett á góðum tíma undir lokin og skoruðu sautján stig gegn tíu í framlengingunni. Eins og eðlilegt er eftir fyrsta leik er fullt af atriðum sem liðin geta bætt hjá sér og sóknarlega eigum við eflaust eftir að sjá betri frammistöður þegar líður á tímabilið. Þessir stóðu upp úr: David Azore spilaði vel í fyrri hálfleiknum en datt aðeins niður í þriðja leikhlutanum, var stundum að reyna of erfiða hluti. Hann steig hins vegar heldur betur upp þegar á þurfti að halda, setti mikilvægan þrist í framlengingunni og var heilt yfir góður. Evangalos Tzolos var öruggur á vítalínunni sem var mikilvægt undir lokin. Þá var Valdas Vasylius drjúgur og stal boltanum undir lok venjulegs leiktíma sem gerði honum kleift að jafna leikinn. Ólafur Ólafsson skilaði sínu með 16 stig og 12 fráköst. Hjá KR var Jordan Semple drjúgur, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst. Dagur Kár leiddi liðið áfram sóknarlegaog skilaði flottum tölum og hinn ungi og öflugi Þorvaldur Orri átti góða spretti. Hvað gekk illa? Sóknarlega voru bæði liðin ryðguð, sérstaklega framan af leik. KR-ingar voru klaufar í lokin, voru fjórum stigum yfir þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma en náðu ekki að sigla sigrinum heim. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Grindvíkinga hversu illa gekk að koma stóra manninum, Gkay Skordilis, inn í leikinn. Hann var mistækur og pirraður lengi vel. Það hefur heyrst að heimamenn séu hrifnir af honum og vonandi þeirra vegna sjáum við fljótlega af hverju. Hvað gerist næst? KR heldur í Kópavog í næstu umferð og mætir þar Blikum sem unnu góðan sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn fyrr í dag. Fyrsti heimaleikur Grindvíkinga verður hins vegar gegn Val næsta föstudag, heldur betur próf framundan þar. Helgi Már: Nokkur klaufamistök undir lokin sem kostuðu okkur leikinn Helgi Már Magnússon er þjálfari KR.Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var svekktur eftir að hans menn töpuðu í framlengdum leik á heimavelli gegn Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. „Ég er ánægður með baráttuna, það var kraftur í okkur. Mike (Mallory) finnur það bara strax í byrjun leiks að hann getur ekki spilað og Saimon (Sutt) meiddist í síðustu viku og gat heldur ekki spilað. Þannig að við vorum fáliðaðir,“ sagði Helgi Már í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Ég var ánægður með baráttuna hjá mínum mönnum, þeir gerðu það sem ég bað þá um að gera. Við gerðum klaufamistök hér undir lokin og mér fannst við eiga að loka þessum leik,“ bætti Helgi við en Grindvíkingar stálu boltanum af KR undir körfu heimamanna undir lok venjulegs leiktíma og náðu þá að jafna metin. Sóknarlega voru bæði lið mistæk á köflum en það kom Helga ekkert sérlega á óvart. „Ég vissi að þetta yrði svona leikur. Mér finnst við vera aðeins á eftir í okkar undirbúningi og við vissum að þetta yrði einhver baráttuleikur. Ég hélt við værum að fara að ná þessu en nokkur klaufamistök hér undir lokin kostuðu okkur leikinn.“ Eins og Helgi kom inn á þá voru KR-ingar án tveggja erlendra leikmanna. Michael Mallory spilaði aðeins tvær mínútur í upphafi leiks og Saimon Sutt var frá vegna meiðsla. „Mike átti að spila þennan leik þannig að ég veit ekki alveg stöðuna á honum. Ég á von á Saimon vonandi í næsta leik en ég þarf að ræða þetta við sjúkraþjálfarann.“ Helgi sagðist eiga von á jöfnu Íslandsmóti. „Ég á von á hörkuvetri en við þurfum að vera með alla okkar hesta til þess og loka leikjum sem við erum með.“ Ólafur: Mjög ánægður með liðið mitt í dag Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig og tók 12 fráköst í leiknum í kvöld.Vísir/Bára Ólafur Ólafsson var drjúgur fyrir Grindvíkinga gegn KR og hann var afar sáttur með stigin tvö sem Suðurnesjaliðið tekur með sér heim í kvöld. „Mjög ánægður með að hafa unnið fyrsta leikinn. Við byrjuðum vel en vorum í smá brasi annars leikhluta og byrjðuðum pínu ragir í þriðja. Síðan kom baráttan og viljinn og við fórum að gera þetta saman. Þá fór þetta að detta. Ég er mjög ánægður með liðið mitt í dag,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bandaríkjamaðurinn er ekki búinn að vera hjá okkur í mánuð og er enn bara að kynnast mönnum, er nýkominn úr skóla og er ekki alveg búinn að átta sig á Evrópu. Hann setti upp ágætis leik í dag og hann getur eitthvað í körfubolta. Ég er mjög sáttur með spilamennskuna á köflum.“ Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigur undir lok venjulegs leiktíma en í framlengingunni voru Grindvíkingar skrefinu á undan allan tímann. „Valdas (Vasylius) kom mjög sterkur inn í lokin og í framlengingunni. Svo fórum við að spila geggjaða vörn og vorum að henda okkur á boltann. Við vildum þetta meira í lokin en KR-ingarnir.“ „Þetta er fyrsti leikur á tímabilinu og við gætum þess vegna tapað með þrjátíu stigum í næsta leik. Við byggjum ofan á þetta, tökum slæmu hlutina sem við þurfum að laga út úr þessu og bara áfram gakk.“ Subway-deild karla KR UMF Grindavík
Grindavík vann góðan útisigur á KR í 1.umferð Subway-deildar karla eftir framlengdan leik í Vesturbænum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en gestirnir voru sterkari undir lokin og tryggðu sér sætan sigur. Leikurinn var jafn nær allan tímann. Grindvíkingar leiddu framan af og voru 35-34 yfir í hálfleik. KR byrjaði þriðja leikhluta vel og komst fimm stigum yfir en Grindvíkingar svöruðu og leiddu fyrir lokaleikhlutann. Þar var allt í járnum og liðin skiptust á að hafa forystuna. KR náði fimm stiga forskoti þegar skammt var eftir en David Azore jafnaði með þremur vítaskotum þegar ein og hálf mínúta var eftir. Roberts Freimanis kom KR í 73-71 en Valdas Vasylius jafnaði fyrir gestina eftir að David Azore hafði klikkað á skoti, KR tekið frákastið en Grindvíkingar náð að stela boltanum strax í kjölfarið undir körfunni. Björn Kristjánsson klikkaði á þristi fyrir KR-inga þegar rúmar fimm sekúndur voru eftir og Azore var nálægt því að tryggja gestunum sigur í venjulegum leiktíma en þriggja stiga skot hans skoppaði af hringnum. Það þurfti því að framlengja. Í framlengingunni voru Grindvíkingar skrefinu á undan. Þeir Azore og Ólafur Ólafsson settu niður þrista og gestirnir komust sex stigum yfir. KR-ingar svöruðu og Freimanis gat komið þeim einu stigi yfir en þriggja stiga skot hans skrúfaðist upp úr hringnum þegar hálf mínúta var eftir. Evangelos Tzolos fékk síðan tvö víti, setti fyrra skotið niður en klikkaði á því síðara. Kristófer Breki Gylfason tók hins vegar afar mikilvægt sóknarfrákast og KR neyddist til að brjóta aftur á Tzolos. Hann setti tvö víti niður þegar 12 sekúndur voru eftir og kláraði leikinn, kom þá Grindavík í 88-83. Lokatölur 90-83 og Grindavík fagnaði góðum sigri í þessum spennutrylli í Vesturbænum. Jordan Semple stigahæstur hjá KR með 24 stig, Þorvaldur Orri Árnason skoraði 19 stig og Dagur Kár Jónsson skoraði 17. David Azore skoraði 31 stig fyrir gestina og Tzolos 18. Af hverju vann Grindavík? Það var ekki mikið á milli liðanna í þessum leik. Grindvíkingar áttu aðeins auðveldara með að sækja stig í lokin þegar á þurfti og KR-ingar voru klaufar undir lok venjulegs leiktíma þegar þeir voru í ágætri stöðu. Fjarvera Bandaríkjamannsins Michael Mallory hafði eflaust sitt að segja en hann fór meiddur af velli strax í upphafi leiks. Leikurinn var kaflaskiptur og bæði lið áttu sína spretti, Grindavík átti sprett á góðum tíma undir lokin og skoruðu sautján stig gegn tíu í framlengingunni. Eins og eðlilegt er eftir fyrsta leik er fullt af atriðum sem liðin geta bætt hjá sér og sóknarlega eigum við eflaust eftir að sjá betri frammistöður þegar líður á tímabilið. Þessir stóðu upp úr: David Azore spilaði vel í fyrri hálfleiknum en datt aðeins niður í þriðja leikhlutanum, var stundum að reyna of erfiða hluti. Hann steig hins vegar heldur betur upp þegar á þurfti að halda, setti mikilvægan þrist í framlengingunni og var heilt yfir góður. Evangalos Tzolos var öruggur á vítalínunni sem var mikilvægt undir lokin. Þá var Valdas Vasylius drjúgur og stal boltanum undir lok venjulegs leiktíma sem gerði honum kleift að jafna leikinn. Ólafur Ólafsson skilaði sínu með 16 stig og 12 fráköst. Hjá KR var Jordan Semple drjúgur, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst. Dagur Kár leiddi liðið áfram sóknarlegaog skilaði flottum tölum og hinn ungi og öflugi Þorvaldur Orri átti góða spretti. Hvað gekk illa? Sóknarlega voru bæði liðin ryðguð, sérstaklega framan af leik. KR-ingar voru klaufar í lokin, voru fjórum stigum yfir þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma en náðu ekki að sigla sigrinum heim. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Grindvíkinga hversu illa gekk að koma stóra manninum, Gkay Skordilis, inn í leikinn. Hann var mistækur og pirraður lengi vel. Það hefur heyrst að heimamenn séu hrifnir af honum og vonandi þeirra vegna sjáum við fljótlega af hverju. Hvað gerist næst? KR heldur í Kópavog í næstu umferð og mætir þar Blikum sem unnu góðan sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn fyrr í dag. Fyrsti heimaleikur Grindvíkinga verður hins vegar gegn Val næsta föstudag, heldur betur próf framundan þar. Helgi Már: Nokkur klaufamistök undir lokin sem kostuðu okkur leikinn Helgi Már Magnússon er þjálfari KR.Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var svekktur eftir að hans menn töpuðu í framlengdum leik á heimavelli gegn Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. „Ég er ánægður með baráttuna, það var kraftur í okkur. Mike (Mallory) finnur það bara strax í byrjun leiks að hann getur ekki spilað og Saimon (Sutt) meiddist í síðustu viku og gat heldur ekki spilað. Þannig að við vorum fáliðaðir,“ sagði Helgi Már í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Ég var ánægður með baráttuna hjá mínum mönnum, þeir gerðu það sem ég bað þá um að gera. Við gerðum klaufamistök hér undir lokin og mér fannst við eiga að loka þessum leik,“ bætti Helgi við en Grindvíkingar stálu boltanum af KR undir körfu heimamanna undir lok venjulegs leiktíma og náðu þá að jafna metin. Sóknarlega voru bæði lið mistæk á köflum en það kom Helga ekkert sérlega á óvart. „Ég vissi að þetta yrði svona leikur. Mér finnst við vera aðeins á eftir í okkar undirbúningi og við vissum að þetta yrði einhver baráttuleikur. Ég hélt við værum að fara að ná þessu en nokkur klaufamistök hér undir lokin kostuðu okkur leikinn.“ Eins og Helgi kom inn á þá voru KR-ingar án tveggja erlendra leikmanna. Michael Mallory spilaði aðeins tvær mínútur í upphafi leiks og Saimon Sutt var frá vegna meiðsla. „Mike átti að spila þennan leik þannig að ég veit ekki alveg stöðuna á honum. Ég á von á Saimon vonandi í næsta leik en ég þarf að ræða þetta við sjúkraþjálfarann.“ Helgi sagðist eiga von á jöfnu Íslandsmóti. „Ég á von á hörkuvetri en við þurfum að vera með alla okkar hesta til þess og loka leikjum sem við erum með.“ Ólafur: Mjög ánægður með liðið mitt í dag Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig og tók 12 fráköst í leiknum í kvöld.Vísir/Bára Ólafur Ólafsson var drjúgur fyrir Grindvíkinga gegn KR og hann var afar sáttur með stigin tvö sem Suðurnesjaliðið tekur með sér heim í kvöld. „Mjög ánægður með að hafa unnið fyrsta leikinn. Við byrjuðum vel en vorum í smá brasi annars leikhluta og byrjðuðum pínu ragir í þriðja. Síðan kom baráttan og viljinn og við fórum að gera þetta saman. Þá fór þetta að detta. Ég er mjög ánægður með liðið mitt í dag,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bandaríkjamaðurinn er ekki búinn að vera hjá okkur í mánuð og er enn bara að kynnast mönnum, er nýkominn úr skóla og er ekki alveg búinn að átta sig á Evrópu. Hann setti upp ágætis leik í dag og hann getur eitthvað í körfubolta. Ég er mjög sáttur með spilamennskuna á köflum.“ Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigur undir lok venjulegs leiktíma en í framlengingunni voru Grindvíkingar skrefinu á undan allan tímann. „Valdas (Vasylius) kom mjög sterkur inn í lokin og í framlengingunni. Svo fórum við að spila geggjaða vörn og vorum að henda okkur á boltann. Við vildum þetta meira í lokin en KR-ingarnir.“ „Þetta er fyrsti leikur á tímabilinu og við gætum þess vegna tapað með þrjátíu stigum í næsta leik. Við byggjum ofan á þetta, tökum slæmu hlutina sem við þurfum að laga út úr þessu og bara áfram gakk.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti