Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 18:50 Hvalveiðiþorpið Gambell á St. Lawrence-eyju í Alaska. Þar búa um sex hundruð manns af Yupik-ættbálki inúíta. Vísir/Getty Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31
Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59
Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30