Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 12:09 Mótmælin í Íran hafa verið borin upp af konum og ekki síst unglingsstúlkum. AP/Vahid Salemi Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“