Hvað gerir ritari Sjálfstæðisflokksins? Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. október 2022 07:02 Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun