Innlent

Róleg nótt að baki hjá lögreglunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nóttin var róleg hjá lögreglunni. 
Nóttin var róleg hjá lögreglunni.  Vísir/Vilhelm

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar í morgun. Þegar dagbókarfærslan barst klukkan fimm höfðu aðeins þrjátíu og þrjú mál verið skráð frá miðnætti en níutíu í heildina frá klukkan fimm síðdegis í gær. 

Segir í dagbókarfærslunni að nokkuð hafi þó verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Einn var til að mynda handtekinn í vesturhluta borgarinnar rétt fyrir klukkan eitt í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án réttinda. Sá hafði sömuleiðis gerst sekur um umferðalagabrot og önnur minniháttar brot. 

Í vesturborginni voru tveir til viðbótar stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum en þá var einn stöðvaður fyrir hraðakstur og reyndist svo vera með útrunnin ökuréttindi. Annar var handtekinn í austurborginni grunaður um akstur undir áhrifum og vörslu fíkniefna. 

Þá var einum komið til aðstoðar þar sem hann var ofurölvi og ógangfær og honum komið heim af lögregluþjónum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×