Fær fyrsta landsleikinn 34 árum eftir andlát Atli Arason skrifar 8. október 2022 10:45 Jack Leslie January 1922: Soccer player Jack Leslie from Plymouth Argyle FC. (Photo by Topical Press Agency/Getty Images) Getty Images Jack Leslie, fyrrum leikmaður Plymouth Argyle, fær sína eigin styttu og sérstaka heiðurshúfu fyrir landsleik sem hann fékk ekki að leika fyrir nærri 100 árum síðan. Leslie var fyrsti dökki Englendingurinn til að vera valin í landsliðshóp Englands árið 1925 en var síðar neitað þátttöku eftir að forráðamenn landsliðsins komust af því að Leslie ætti þeldökka forfeður. Í Bretlandi og víðar er þekkt að leikmenn fái derhúfu (e. cap) eftir hvern landsleik sem leikmennirnir tóku þátt í. Í ensku tungumáli eru því landsleikir taldir í fjölda derhúfna frekar en fjölda leikja. Debbie Hewitt, formaður enska knattspyrnusambandsins, þakkaði Leslie fyrir framlag sitt til fótboltans með sérstakri heiðurs derhúfu í nafni Leslie, 97 árum eftir að hann var kallaður inn í enska landsliðshópinn. Jack Leslie lést árið 1988. „Jack Leslie er fótboltagoðsögn sem hefur í gegnum sitt mótlæti haft jákvæð áhrif í baráttunni um að útrýma kynþáttafordómum úr fótboltanum,“ sagði Hewitt í yfirlýsingu knattspyrnusambandsins. „Við höfum náð árangri undanfarin ár að gera enskan fótbolta meira fjölbreyttan og við stöndum í þakkarskuld við Jack og fjölskyldu hans fyrir þeirra framlag. Við erum stolt af því að styðja við bak þeirra baráttu með því að heiðra ferill Jack,“ bætti Hewitt við. Þá hefur stytta af Jack Leslie verið afhjúpuð á heimavelli Plymouth, Home Park. Leslie spilaði allan sinn ferill sem vængmaðurinn hjá Plymouth og skoraði 137 mörk í 400 leikjum fyrir liðið á tímabilinu 1921-1934. Styttan af Jack Leslie fyrir utan Home Park.BBC Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira
Leslie var fyrsti dökki Englendingurinn til að vera valin í landsliðshóp Englands árið 1925 en var síðar neitað þátttöku eftir að forráðamenn landsliðsins komust af því að Leslie ætti þeldökka forfeður. Í Bretlandi og víðar er þekkt að leikmenn fái derhúfu (e. cap) eftir hvern landsleik sem leikmennirnir tóku þátt í. Í ensku tungumáli eru því landsleikir taldir í fjölda derhúfna frekar en fjölda leikja. Debbie Hewitt, formaður enska knattspyrnusambandsins, þakkaði Leslie fyrir framlag sitt til fótboltans með sérstakri heiðurs derhúfu í nafni Leslie, 97 árum eftir að hann var kallaður inn í enska landsliðshópinn. Jack Leslie lést árið 1988. „Jack Leslie er fótboltagoðsögn sem hefur í gegnum sitt mótlæti haft jákvæð áhrif í baráttunni um að útrýma kynþáttafordómum úr fótboltanum,“ sagði Hewitt í yfirlýsingu knattspyrnusambandsins. „Við höfum náð árangri undanfarin ár að gera enskan fótbolta meira fjölbreyttan og við stöndum í þakkarskuld við Jack og fjölskyldu hans fyrir þeirra framlag. Við erum stolt af því að styðja við bak þeirra baráttu með því að heiðra ferill Jack,“ bætti Hewitt við. Þá hefur stytta af Jack Leslie verið afhjúpuð á heimavelli Plymouth, Home Park. Leslie spilaði allan sinn ferill sem vængmaðurinn hjá Plymouth og skoraði 137 mörk í 400 leikjum fyrir liðið á tímabilinu 1921-1934. Styttan af Jack Leslie fyrir utan Home Park.BBC
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira