Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 20:01 Sigmar segist ekki viss um hvað ríkisstjórnin meini með því að samræma lög um útlendinga við Norðurlöndin. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. Dómsmálaráðherra mun á haustþingi leggja fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum í fimmta sinn. Samkvæmt frumvarpinu verða reglur um alþjóðlega vernd hér á landi hertar. Bryndís Haraldsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að nauðsynlegt væri að fjarlægja íslenskar sérreglur í útlendingalögum og gera þau áþekkari lögum Norðurlandanna. „Nú átta ég mig ekki alveg á því hvað hún talar um sem séríslenskt. Ég tók eftir því að hún talaði um Noreg og Danmörku eins og það væri nánast sama kerfi. Það er það auðvitað ekki. Danir eru með mjög harða stefnu og eru mjög fljótir að komast að niðurstöðu um það að þeir vilja færri en fleiri,“ segir Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. „Ef þetta snýst um þá sem hafa fengið vernd í öðrum ríkjum, til að mynda Grikklandi þá vil ég horfa til þess hér á landi að við skoðum stöðu þessa fólks af því að það er oft með verri stöðu þegar það er búið að fá vernd í Grikklandi en áður. Ef það er þetta séríslenska sem er verið að pæla í vil ég að farið sé vel og vandlega yfir stöðu hvers og eins.“ Skilvirkni megi ekki vera á kostnað mannúðar Í greinargerð með frumvarpinu síðast liðið vor kom fram að umsóknum frá einstaklingum sem þegar hefðu fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki, til dæmis Grikklandi, hefði fjölgað gífurlega undanfarin fimm ár. Kerfið verði að vera fólksins vegna að mati Sigmars og þá sé til dæmis mikilvægt að umsóknir séu afgreiddar hratt og örugglega. „Það verður að vera skilvirkt svo fólk viti hver staða þeirra er sem fyrst. Ef fólk á að fá hæli hérna þarf það að gerast mjög snemma af því að oft fær fólk ekki vinnu eða að koma sér almennilega fyrir fyrr en það er komið í gegn um kerfið. Við erum öll sammála að það verði að vera skilvirkni í þessu en það verður líka að vera mannúð og ef skilvirknin er á kostnað mannúðar er ég ekki tilbúinn að kvitta undir það,“ segir Sigmar. Staða fólks ekki betri þó það sé komið með vernd Flóttamannavandinn sé alls staðar, ekki bara á Íslandi og ekki bara í Evrópu. „Við lagfærum hann ekki með því að setja upp endalausar girðingar í þeirri von að fólkið sem hingað leitar fari bara eitthvert annað. Og þeir sem taka á móti þeim þar vona að fólkið fari enn annað. Við verðum að horfa á þetta heildstætt, það þurfa öll ríki Evrópu og Ísland ekki síður að standa sig betur í þessum málum. Í raun og veru vantar okkur fólk hérna inn og við þurfum að hafa það með í umræðunni að þegar fólk kemur hingað að þá getið það komið inn í landið og búið til einhver verðmæti.“ Árið 2018 hafi um 16 prósent hælisleitenda hér verið með vernd í öðru Evrópulandi en árið 2020 hafi það hlutfall verið komið upp í 52 prósent. Í greinargerðinni er þessi mikla ásókn rakin til annars lagaumhverfis hér en hjá nágrannalöndunum. „Ef einhver er búinn að fá vernd í öðru landi en aðstæðurnar sem viðkomandi býr við í því landi, ég meina Grikkir til dæmis eru með gríðarlega mikinn vanda í fanginu að þurfa að koma þessu fólki fyrir, eigum við ekki að horfa á það eitt,“ segir Sigmar. „Það er ótrúlega margt sem bendir til þess að þó fólk sé komið með vernd í öðrum ríkjum þá séu aðstæður þess og aðbúnaður með þeim hætti að við myndum sjálf aldrei senda okkur eða börnin okkar í þær aðstæður.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Dómsmálaráðherra mun á haustþingi leggja fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum í fimmta sinn. Samkvæmt frumvarpinu verða reglur um alþjóðlega vernd hér á landi hertar. Bryndís Haraldsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að nauðsynlegt væri að fjarlægja íslenskar sérreglur í útlendingalögum og gera þau áþekkari lögum Norðurlandanna. „Nú átta ég mig ekki alveg á því hvað hún talar um sem séríslenskt. Ég tók eftir því að hún talaði um Noreg og Danmörku eins og það væri nánast sama kerfi. Það er það auðvitað ekki. Danir eru með mjög harða stefnu og eru mjög fljótir að komast að niðurstöðu um það að þeir vilja færri en fleiri,“ segir Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. „Ef þetta snýst um þá sem hafa fengið vernd í öðrum ríkjum, til að mynda Grikklandi þá vil ég horfa til þess hér á landi að við skoðum stöðu þessa fólks af því að það er oft með verri stöðu þegar það er búið að fá vernd í Grikklandi en áður. Ef það er þetta séríslenska sem er verið að pæla í vil ég að farið sé vel og vandlega yfir stöðu hvers og eins.“ Skilvirkni megi ekki vera á kostnað mannúðar Í greinargerð með frumvarpinu síðast liðið vor kom fram að umsóknum frá einstaklingum sem þegar hefðu fengið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki, til dæmis Grikklandi, hefði fjölgað gífurlega undanfarin fimm ár. Kerfið verði að vera fólksins vegna að mati Sigmars og þá sé til dæmis mikilvægt að umsóknir séu afgreiddar hratt og örugglega. „Það verður að vera skilvirkt svo fólk viti hver staða þeirra er sem fyrst. Ef fólk á að fá hæli hérna þarf það að gerast mjög snemma af því að oft fær fólk ekki vinnu eða að koma sér almennilega fyrir fyrr en það er komið í gegn um kerfið. Við erum öll sammála að það verði að vera skilvirkni í þessu en það verður líka að vera mannúð og ef skilvirknin er á kostnað mannúðar er ég ekki tilbúinn að kvitta undir það,“ segir Sigmar. Staða fólks ekki betri þó það sé komið með vernd Flóttamannavandinn sé alls staðar, ekki bara á Íslandi og ekki bara í Evrópu. „Við lagfærum hann ekki með því að setja upp endalausar girðingar í þeirri von að fólkið sem hingað leitar fari bara eitthvert annað. Og þeir sem taka á móti þeim þar vona að fólkið fari enn annað. Við verðum að horfa á þetta heildstætt, það þurfa öll ríki Evrópu og Ísland ekki síður að standa sig betur í þessum málum. Í raun og veru vantar okkur fólk hérna inn og við þurfum að hafa það með í umræðunni að þegar fólk kemur hingað að þá getið það komið inn í landið og búið til einhver verðmæti.“ Árið 2018 hafi um 16 prósent hælisleitenda hér verið með vernd í öðru Evrópulandi en árið 2020 hafi það hlutfall verið komið upp í 52 prósent. Í greinargerðinni er þessi mikla ásókn rakin til annars lagaumhverfis hér en hjá nágrannalöndunum. „Ef einhver er búinn að fá vernd í öðru landi en aðstæðurnar sem viðkomandi býr við í því landi, ég meina Grikkir til dæmis eru með gríðarlega mikinn vanda í fanginu að þurfa að koma þessu fólki fyrir, eigum við ekki að horfa á það eitt,“ segir Sigmar. „Það er ótrúlega margt sem bendir til þess að þó fólk sé komið með vernd í öðrum ríkjum þá séu aðstæður þess og aðbúnaður með þeim hætti að við myndum sjálf aldrei senda okkur eða börnin okkar í þær aðstæður.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43
Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35
Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent