Stressuð að byrja í íslenskum skóla Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 8. október 2022 23:00 Fyrsti skóladagur Yevu er á mánudaginn. Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands
Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira