Brjálað veður í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:47 Hættustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Vísir/Vilhelm Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg. Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg.
Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32