Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 20:55 Maðurinn sem skaut hestinn leigði herbergi hjá feðgunum. Arnar Kjærnested Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent