Dóttir og barnsfaðir Þóru telja friðhelgi einkalífs hafa verið vanvirt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2022 22:41 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. vísir/vilhelm Dóttir og barnsfaðir Þóru Hreinsdóttur harma að friðhelgi einkalífs látinnar konu hafi verið rofið og vanvirt. Telja þau fullvíst að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð, eins og þau feðgin komast að orði. Stundin fjallaði á dögunum um dagbókarfærslur Þóru, þá fimmtán ára, um samskipti hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra en þáverandi kennara við Hagaskóla, sem var tvisvar sinnum eldri. Þóra, sem var myndlistarkona, lést árið 2016 þá 61 árs gömul. Stundin fékk dagbókarfærslurnar afhentar frá Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru. „Ég sá ekki ástæðu til að fela þessi gögn frá unglingsárum móður minnar,“ sagði Valgerður á Facebook þegar hún deildi umfjöllun Stundarinnar. Þóra gekk í Hagaskóla þar sem Jón Baldvin var kennari.Reykjavíkurborg Þóra gekk í Hagaskóla og lýsir meðal annars í dagbókarfærslunum kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin. Í bréfi sem hann sendi Þóru segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. Ingibjörgu Sólrúnu nóg boðið Umfjöllunin vakti mikla athygli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, sagði í Facebook-færslu um málið að Jón Baldvin hefði hagað sér eins og rándýr sem velji bráð sína af kostgæfni. Þar sagðist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. Þorsteinn Eggertsson, einn fremsti textahöfundur landsins, er barnsfaðir Þóru heitinnar. Hann, dóttir hans Soffía og eiginkona hans, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir sjá hlutina öðrum augum en Valgerður, dóttir Þorsteins og systir Soffíu. Þau segja dagbókarfærslurnar hafa verið einkamál Þóru. „Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“,“ segir í yfirlýsingunni. Vitni sex árum eftir andlát „Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja.“ Minnt er á að dagbókarfærslurnar séu meira en hálfrar aldar gamlar. „Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975-1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur.“ Jóhanna Fjóla og Þorsteinn eru ósátt við að dagbókarfærslur Þóru hafi verið gerðar opinberar.Facebook Þau hjónin, Þorsteinn og Jóhanna Fjóla, hafi nýlega fengið vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, hafi verið eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafi hafnað því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. „Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi.“ 9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Stundin fjallaði á dögunum um dagbókarfærslur Þóru, þá fimmtán ára, um samskipti hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra en þáverandi kennara við Hagaskóla, sem var tvisvar sinnum eldri. Þóra, sem var myndlistarkona, lést árið 2016 þá 61 árs gömul. Stundin fékk dagbókarfærslurnar afhentar frá Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru. „Ég sá ekki ástæðu til að fela þessi gögn frá unglingsárum móður minnar,“ sagði Valgerður á Facebook þegar hún deildi umfjöllun Stundarinnar. Þóra gekk í Hagaskóla þar sem Jón Baldvin var kennari.Reykjavíkurborg Þóra gekk í Hagaskóla og lýsir meðal annars í dagbókarfærslunum kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin. Í bréfi sem hann sendi Þóru segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. Ingibjörgu Sólrúnu nóg boðið Umfjöllunin vakti mikla athygli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, sagði í Facebook-færslu um málið að Jón Baldvin hefði hagað sér eins og rándýr sem velji bráð sína af kostgæfni. Þar sagðist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. Þorsteinn Eggertsson, einn fremsti textahöfundur landsins, er barnsfaðir Þóru heitinnar. Hann, dóttir hans Soffía og eiginkona hans, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir sjá hlutina öðrum augum en Valgerður, dóttir Þorsteins og systir Soffíu. Þau segja dagbókarfærslurnar hafa verið einkamál Þóru. „Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“,“ segir í yfirlýsingunni. Vitni sex árum eftir andlát „Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja.“ Minnt er á að dagbókarfærslurnar séu meira en hálfrar aldar gamlar. „Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975-1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur.“ Jóhanna Fjóla og Þorsteinn eru ósátt við að dagbókarfærslur Þóru hafi verið gerðar opinberar.Facebook Þau hjónin, Þorsteinn og Jóhanna Fjóla, hafi nýlega fengið vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, hafi verið eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafi hafnað því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. „Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi.“ 9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir
9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“