Á þriðja tug hafa farist vegna fellibyljar í Mið-Ameríku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 07:49 Fellibylurinn olli gríðarlegum skemmdum víða í Mið-Ameríku. AP Photo/Inti Ocon Minnst 28 hafa látist í gríðarlegum rigningum í Mið-Ameríku undanfarna daga. Fellibylurinn Júlía sem gekk yfir svæðið hefur misst kraft sinn en enn rignir mikið í bæði Gvatemala og El Salvador. Náttúruhamfarastofnun Gvatemala tilkynnti í gær að fimm hefðu látist eftir að aurskriða féll á íbúðarhús í Alta Verapaz héraðinu. Íbúar hússins grófust undir aurnum og létust samstundis. Í héraðinu Huehuetenango nærri landamærunum að Mexíkó létust níu, þar á meðal hemaður þegar hann var við björgunarstörf. Yfirvöld í El Salvador segja þá að fimm hermenn hafi fallist eftir að veggur í húsi, sem þeir sóttu skjól í, hrundi í bænum Comasagua. Tveir til viðbótar létust í bænum Guatajiagua í austurhluta El Salvador eftir að veggur á heimili þeirra féll saman vegna rigninganna. Þá lést annar eftir að vatnsflóð sópaði honum með sér og annar þegar tré féll á hann. Ár hafa flætt yfir bakka sína vegna rigninganna en yfirvöld í El Salvador lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins og opnuðu áttatíu fjöldahjálparstöðvar vegna þess. Veðurofsinn hefur ekki haldið sig við Gvatamala og El Salvador en kona á þrítugsaldri lést í Hondúras lést þegar vatnsflaumur sópaði henni með sér og þrjú til viðbótar létust þegar bátur þeirra sökk. Maður í Níkaragva lést þá þegar tré féll á hann. Júlía kom á land á austurströnd Níkaragva snemma á sunnudag og var þá flokkuð sem fellibylur. Vindhviður náðu mest 40 m/s í Níkaragva. Júlía missti nokkuð styrk sinn á leið yfir landið og var flokkuð sem hitabeltisstormur þegar hún náði yfir landamærin síðdegis á sunnudag. Á mánudag var vindur dottinn niður í 15-20 m/s en það voru aðallega gríðarlegar rigningar sem sköpuðu neyðarástand í Mið-Ameríku. Þeim hafa fylgt bæði flóð og aurskriður í gær og í morgun en spár segja að allt að 40 sentímetrar af regni hafi fallið. Á annan tug þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu og leita skjóls í fjöldahjálparstöðvum vegna veðursins. El Salvador Níkaragva Hondúras Gvatemala Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Náttúruhamfarastofnun Gvatemala tilkynnti í gær að fimm hefðu látist eftir að aurskriða féll á íbúðarhús í Alta Verapaz héraðinu. Íbúar hússins grófust undir aurnum og létust samstundis. Í héraðinu Huehuetenango nærri landamærunum að Mexíkó létust níu, þar á meðal hemaður þegar hann var við björgunarstörf. Yfirvöld í El Salvador segja þá að fimm hermenn hafi fallist eftir að veggur í húsi, sem þeir sóttu skjól í, hrundi í bænum Comasagua. Tveir til viðbótar létust í bænum Guatajiagua í austurhluta El Salvador eftir að veggur á heimili þeirra féll saman vegna rigninganna. Þá lést annar eftir að vatnsflóð sópaði honum með sér og annar þegar tré féll á hann. Ár hafa flætt yfir bakka sína vegna rigninganna en yfirvöld í El Salvador lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins og opnuðu áttatíu fjöldahjálparstöðvar vegna þess. Veðurofsinn hefur ekki haldið sig við Gvatamala og El Salvador en kona á þrítugsaldri lést í Hondúras lést þegar vatnsflaumur sópaði henni með sér og þrjú til viðbótar létust þegar bátur þeirra sökk. Maður í Níkaragva lést þá þegar tré féll á hann. Júlía kom á land á austurströnd Níkaragva snemma á sunnudag og var þá flokkuð sem fellibylur. Vindhviður náðu mest 40 m/s í Níkaragva. Júlía missti nokkuð styrk sinn á leið yfir landið og var flokkuð sem hitabeltisstormur þegar hún náði yfir landamærin síðdegis á sunnudag. Á mánudag var vindur dottinn niður í 15-20 m/s en það voru aðallega gríðarlegar rigningar sem sköpuðu neyðarástand í Mið-Ameríku. Þeim hafa fylgt bæði flóð og aurskriður í gær og í morgun en spár segja að allt að 40 sentímetrar af regni hafi fallið. Á annan tug þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu og leita skjóls í fjöldahjálparstöðvum vegna veðursins.
El Salvador Níkaragva Hondúras Gvatemala Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira