Hefði viljað sjá Lovísu þrauka lengur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2022 15:00 Lovísa Thompson stoppaði stutt við í Danmörku. vísir/hulda margrét Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, mun ekki hoppa hæð sína í loft upp ef Lovísa Thompson fer aftur í Val. Honum fannst hún gefast full fljótt upp á atvinnumennskunni. Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira