Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2022 11:22 Fjöldi fólks særðist í eldflaugaárásum Rússa á Kænugarð í gær. AP/Efrem Lukatsky Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar. Rússar héldu eldflaugaárásum sínum á borgir víðs vegar um Úkraínu áfram í nótt og morgun meðal annars á borgina Lviv í vesturhluta landsins. Tekist hafði að endurræsa um 95 prósent af raforkukerfi og um 70 prósent af vatnsveitukerfi borgarinnar eftir eldflaugaárásir gærdagsins. Eftir nýjustu eldflaugaárásirnar í dag eru um 30 prósent borgarinnar án rafmagns. Slökkviliðsmenn í borginni Dnipro skoða gíg eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Leo Correa Efasemdir eru um að Rússar geti haldið viðlíka eldflaugaárásum uppi lengi vegna þess að þeir séu uppskoroppa með vopn, að mati bresku leyniþjónustunnar. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar hafa rússneskar og hvítrússneskar hersveitir safnast saman við landamæri Hvítarússlands og Úkraínu, sem minnir um margt á aðdraganda innrásar Rússa í norðurhluta Úkraínu í upphafi stríðsins i febrúar. Vladimir Putin forseti Rússlands og Vassily Nebenzi fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sakað Úkraínumenn um hryðjuverk með árás þeirra á Krímbrúna á sunnudag. Sendiherrann sagði í gær að NATO vildi herða á stríðsátökunum og beitti Úkraínu fyrir sig til að veikja Rússland. Krímbrúin í ljósum logum eftir sprengjuárás á laugardag. Brúin er mjög mikilvæg fyrir flutninga birgða og hersveita Rússa til suðurhluta Úkraínu.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu stillti sér upp á götuhorni í Kænugarði í gærkvöldi skammt frá þar sem rússneskar eldflaugar höfðu sprungið. Hann sagði Rússa miða á leikvelli og innviði ásamt sögulega mikilvæga staði. Þetta væru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hryðjuverkaárásir Rússa á almenna borgara þjappa úkraínsku þjóðinni saman.AP/forsetaembætti Úkraínu „Það er ekki hægt að hræða Úkraínumenn, aðeins sameina þá enn frekar. Úkraína verður ekki stöðvuð, bara sannfærð enn frekar um að draga máttinn úr hryðjuverkamönnum. Rússneski herinn miðaði sérstaklega á þessi skotmörk á háannatíma. Þetta eru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Þeir vilja hræða fólk og hafa áhrif á almenning. Þeir gerðu það þannig að allur heimurinn tók eftir þvi,“ sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Rússar héldu eldflaugaárásum sínum á borgir víðs vegar um Úkraínu áfram í nótt og morgun meðal annars á borgina Lviv í vesturhluta landsins. Tekist hafði að endurræsa um 95 prósent af raforkukerfi og um 70 prósent af vatnsveitukerfi borgarinnar eftir eldflaugaárásir gærdagsins. Eftir nýjustu eldflaugaárásirnar í dag eru um 30 prósent borgarinnar án rafmagns. Slökkviliðsmenn í borginni Dnipro skoða gíg eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Leo Correa Efasemdir eru um að Rússar geti haldið viðlíka eldflaugaárásum uppi lengi vegna þess að þeir séu uppskoroppa með vopn, að mati bresku leyniþjónustunnar. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar hafa rússneskar og hvítrússneskar hersveitir safnast saman við landamæri Hvítarússlands og Úkraínu, sem minnir um margt á aðdraganda innrásar Rússa í norðurhluta Úkraínu í upphafi stríðsins i febrúar. Vladimir Putin forseti Rússlands og Vassily Nebenzi fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sakað Úkraínumenn um hryðjuverk með árás þeirra á Krímbrúna á sunnudag. Sendiherrann sagði í gær að NATO vildi herða á stríðsátökunum og beitti Úkraínu fyrir sig til að veikja Rússland. Krímbrúin í ljósum logum eftir sprengjuárás á laugardag. Brúin er mjög mikilvæg fyrir flutninga birgða og hersveita Rússa til suðurhluta Úkraínu.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu stillti sér upp á götuhorni í Kænugarði í gærkvöldi skammt frá þar sem rússneskar eldflaugar höfðu sprungið. Hann sagði Rússa miða á leikvelli og innviði ásamt sögulega mikilvæga staði. Þetta væru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hryðjuverkaárásir Rússa á almenna borgara þjappa úkraínsku þjóðinni saman.AP/forsetaembætti Úkraínu „Það er ekki hægt að hræða Úkraínumenn, aðeins sameina þá enn frekar. Úkraína verður ekki stöðvuð, bara sannfærð enn frekar um að draga máttinn úr hryðjuverkamönnum. Rússneski herinn miðaði sérstaklega á þessi skotmörk á háannatíma. Þetta eru dæmigerðar aðferðir hryðjuverkamanna. Þeir vilja hræða fólk og hafa áhrif á almenning. Þeir gerðu það þannig að allur heimurinn tók eftir þvi,“ sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16
Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17