„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 17:53 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04