Geimfari var skotið í áttina að smástirni sem ógnaði ekki öryggi jarðar og athugað hvort hægt væri að stýra því af þeirri braut sem það væri á, skyldi steinn sem ógni öryggi jarðar stefna hingað í framtíðinni. Guardian greinir frá þessu.
Geimfarið er kallað „The Dart“ eða „Pílan“ en „Dart“ stendur fyrir „Double Asteroid Redirection Test.“ Eins og áður sagði tókst tilraunin en NASA tókst að stýra stirninu af þeirri braut sem það var á.
Við áreksturinn við smástirnið er geimfarið sagt hafa skilið eftir sig gýg og lausagrjót ásamt ryki sem dreifst hafi umhverfis stirnið. Samkvæmt BBC var smástirnið sjálft kallað „Dimorphos“ og var 160 metrar á breidd.
Geimfarið sjálft var á stærð við sjálfsala og eyðilagðist við áreksturinn en það var á 22.500 kílómetra hraða.
Talsmenn NASA segja aðgerð sem þessa vera hluta af stærri varnaráætlun en miklu máli skipti að hafa sem mestan fyrirvara til þess að geta afstýrt smástirnum. Stofnunin hafi með þessu sannað að hún sé mikilvægur verndari jarðar.
Með því að ýta hér geta lesendur séð seinustu myndirnar sem geimfarið tók áður en áreksturinn varð.