Fór heim frá Portúgal með stjörnur í augunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2022 07:31 Elísabet með treyjuna sem Glódís klæddist í 120 mínútur auk viðbótartíma í Portúgal. Grasgrænku mátti víða sjá og finna töluverða svitalykt, eðli máls samkvæmt. Vísir/Kolbeinn Tumi Það mátti sannarlega finna ljós í myrkrinu á flugvellinum í Porto í gærkvöldi eftir 4-1 tap gegn heimakonum í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta á næsta ári. Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, var með poka í flugstöðinni. Í pokanum var að finna dýrmætan varning. Treyju og keppnisskó Glódísar Perlu Viggósdóttur. Glódís Perla var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands í gærkvöldi. Batt saman vörnina og skoraði mark Íslands. Sannkallað fyrirliðamark þótt hún sé reyndar ekki fyrirliði. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands, kom færandi hendi með treyjuna og skóna til Elísabetar sem eðli máls samkvæmt var í skýjunum. Og foreldrarnir, líka. Elísabet var ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún ætlaði að þvo treyjuna. Faðir hennar Ólafur Helgi Þorkelsson gerði henni þó fljótt ljóst að fara þyrfti yfir það allt saman með foreldrunum. Ekki var að sjá annað en að Gunnfríður Björnsdóttir, móðir Elísabetar og eiginkona Ólafs, væri á sama máli. En ein ung stelpa fór heim með dýrmæta gjöf til Íslands sem mun vafalítið gefa henni byr undir báða vængi á knattspyrnuvellinum enda vandfundin betri fyrirmynd en Glódís Perla. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Börn og uppeldi Portúgal Ferðalög Tengdar fréttir Þið tókuð af okkur HM Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur. 11. október 2022 22:54 Myndasyrpa: Sorg í Portúgal Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok. 11. október 2022 22:06 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sjá meira
Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, var með poka í flugstöðinni. Í pokanum var að finna dýrmætan varning. Treyju og keppnisskó Glódísar Perlu Viggósdóttur. Glódís Perla var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands í gærkvöldi. Batt saman vörnina og skoraði mark Íslands. Sannkallað fyrirliðamark þótt hún sé reyndar ekki fyrirliði. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands, kom færandi hendi með treyjuna og skóna til Elísabetar sem eðli máls samkvæmt var í skýjunum. Og foreldrarnir, líka. Elísabet var ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún ætlaði að þvo treyjuna. Faðir hennar Ólafur Helgi Þorkelsson gerði henni þó fljótt ljóst að fara þyrfti yfir það allt saman með foreldrunum. Ekki var að sjá annað en að Gunnfríður Björnsdóttir, móðir Elísabetar og eiginkona Ólafs, væri á sama máli. En ein ung stelpa fór heim með dýrmæta gjöf til Íslands sem mun vafalítið gefa henni byr undir báða vængi á knattspyrnuvellinum enda vandfundin betri fyrirmynd en Glódís Perla.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Börn og uppeldi Portúgal Ferðalög Tengdar fréttir Þið tókuð af okkur HM Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur. 11. október 2022 22:54 Myndasyrpa: Sorg í Portúgal Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok. 11. október 2022 22:06 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sjá meira
Þið tókuð af okkur HM Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur. 11. október 2022 22:54
Myndasyrpa: Sorg í Portúgal Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok. 11. október 2022 22:06