„Nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna“ Fanndís Birna Logadóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 11. október 2022 23:46 Dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. Til skoðunar sé að auka varnir lögreglu en ávinningurinn af því sé augljós, mikilvægt sé að tryggja öryggi lögreglumanna. Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“