Almenningssamgöngur eru lífæð til framtíðar fyrir samfélagið allt Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. október 2022 07:31 Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Strætó Borgarlína Garðabær Viðreisn Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar