Alblóðugur Rüdiger þurfti 20 spor eftir jöfnunarmarkið Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 12:00 Það fossblæddi úr Rudiger þar sem hann lenti saman við markvörð Shakhtar. 20 spor þurfti í andlitið á honum. Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, verður seint sakaður um að fórna sér ekki fyrir liðsfélaga sína. Hann tryggði liði sínu stig á ögurstundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og var nálægt því að steinrotast í leiðinni. Real Madrid átti í vandræðum þegar liðið sótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk heim í gærkvöld, að vísu til Varsjá í Póllandi, þar sem Evrópuleikir mega ekki fara fram í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oleksandr Zubkov Shakhtar í forystu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og staðan var 1-0 allt þar til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá átti Þjóðverjinn Toni Kroos háa sendingu inn á teig Shakhtar sem fann höfuðið á landa hans Rüdiger sem skallaði boltann í stöng og inn og lenti svo harkalega saman við Anatolii Trubin, markvörð Shakhtar. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Rüdiger steinlá og það sást fossblæða úr andliti hans. Hann átti þá erfitt með að halda jafnvægi þegar hann stóð upp eftir markið. Haft er eftir Rüdiger og talsmanni Real Madrid að hann sé í lagi og hafi sloppið við beinbrot. Það þurfti hins vegar að sauma 20 spor í andlitið á honum eftir atvikið. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Ég er í lagi, takk fyrir öll skilaboðin,“ sagði Rüdiger eftir leik. Um er að ræða fyrstu stigin sem Real Madrid tapar í F-riðli en liðið er efst í riðlinum með 10 stig eftir fjóra leiki og er öruggt áfram í 16-liða úrslit. RB Leipzig vann Celtic í gær og er með sex stig í öðru sæti en Shakhtar er með fimm stig þar fyrir neðan. Celtic rekur lestina með eitt stig. Myndir af atvikinu má sjá að neðan. Að ofan má sjá myndskeið af markinu. Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Villalba/Real Madrid via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Real Madrid átti í vandræðum þegar liðið sótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk heim í gærkvöld, að vísu til Varsjá í Póllandi, þar sem Evrópuleikir mega ekki fara fram í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oleksandr Zubkov Shakhtar í forystu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og staðan var 1-0 allt þar til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá átti Þjóðverjinn Toni Kroos háa sendingu inn á teig Shakhtar sem fann höfuðið á landa hans Rüdiger sem skallaði boltann í stöng og inn og lenti svo harkalega saman við Anatolii Trubin, markvörð Shakhtar. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Rüdiger steinlá og það sást fossblæða úr andliti hans. Hann átti þá erfitt með að halda jafnvægi þegar hann stóð upp eftir markið. Haft er eftir Rüdiger og talsmanni Real Madrid að hann sé í lagi og hafi sloppið við beinbrot. Það þurfti hins vegar að sauma 20 spor í andlitið á honum eftir atvikið. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Ég er í lagi, takk fyrir öll skilaboðin,“ sagði Rüdiger eftir leik. Um er að ræða fyrstu stigin sem Real Madrid tapar í F-riðli en liðið er efst í riðlinum með 10 stig eftir fjóra leiki og er öruggt áfram í 16-liða úrslit. RB Leipzig vann Celtic í gær og er með sex stig í öðru sæti en Shakhtar er með fimm stig þar fyrir neðan. Celtic rekur lestina með eitt stig. Myndir af atvikinu má sjá að neðan. Að ofan má sjá myndskeið af markinu. Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Villalba/Real Madrid via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira