Aron enn að jafna sig og verður ekki með landsliðinu í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 11:30 Aron missir af leik kvöldsins. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2024 að Ásvöllum í kvöld. Hann er því einn af þremur lykilmönnum sem missa af leiknum. HSÍ hefur gefið út leikmannahópinn fyrir leik kvöldsins og þar er Aron ekki að finna. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli og ljóst að hann hefur ekki náð sér af þeim. Hann mun því horfa á leikinn úr stúkunni. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson glímir einnig við meiðsli en Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Páll Gústavsson munu verja mark Íslands í kvöld. Þá er Ómar Ingi Magnússon frá vegna persónulegra ástæðna. Aron spilar að jafnaði sem vinstri skytta eða leikstjórnandi með íslenska liðinu en Ísland er vel mannað í þeim stöðum þar sem Janus Daði Smárason, Elvar Ásgeirsson, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í hópnum í kvöld. Ísland mætir Ísrael klukkan 19:45 að Ásvöllum í Hafnarfirði en uppselt er á leikinn. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppninni en auk Ísraels eru Eistland og Tékkland í riðli Íslands. Ísland mætir Eistlandi í öðrum leik undankeppninnar ytra á laugardaginn kemur. Næsti gluggi er í mars og svo klárast riðlakeppnin í lok apríl á næsta ári. Tvö efstu liðin fara á EM og þá fara lið með bestan árangur í þriðja sæti einnig á mótið. Leikmannahópur Íslands gegn Ísrael í kvöld Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (45/1)Björgvin Páll Gústavsson, Valur (242/16) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276)Daníel Þór Ingason, Balingen-Weistetten (37/11)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (7/15)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68)Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (19/19)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33) Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
HSÍ hefur gefið út leikmannahópinn fyrir leik kvöldsins og þar er Aron ekki að finna. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli og ljóst að hann hefur ekki náð sér af þeim. Hann mun því horfa á leikinn úr stúkunni. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson glímir einnig við meiðsli en Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Páll Gústavsson munu verja mark Íslands í kvöld. Þá er Ómar Ingi Magnússon frá vegna persónulegra ástæðna. Aron spilar að jafnaði sem vinstri skytta eða leikstjórnandi með íslenska liðinu en Ísland er vel mannað í þeim stöðum þar sem Janus Daði Smárason, Elvar Ásgeirsson, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í hópnum í kvöld. Ísland mætir Ísrael klukkan 19:45 að Ásvöllum í Hafnarfirði en uppselt er á leikinn. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppninni en auk Ísraels eru Eistland og Tékkland í riðli Íslands. Ísland mætir Eistlandi í öðrum leik undankeppninnar ytra á laugardaginn kemur. Næsti gluggi er í mars og svo klárast riðlakeppnin í lok apríl á næsta ári. Tvö efstu liðin fara á EM og þá fara lið með bestan árangur í þriðja sæti einnig á mótið. Leikmannahópur Íslands gegn Ísrael í kvöld Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (45/1)Björgvin Páll Gústavsson, Valur (242/16) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276)Daníel Þór Ingason, Balingen-Weistetten (37/11)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (7/15)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68)Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (19/19)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33)
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira