Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2022 13:46 Erik Cantu var augljóslega mjög brugðið þegar lögregluþjónninn opnaði hurðina á bíl hans og sagði honum að stíga úr bílnum. Sjá má annan táning í farþegasæti bílsins. AP/Lögreglan í San Antonio Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira