MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 06:54 Fleiri hundruð nemendur mótmæltu aðgerðaleysi í kynferðisbrotamálum fyrir utan MH í síðustu viku. Vísir/Egill Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. Fréttablaðið greinir frá þessu en Steinn Jóhannsson, rektor MH, staðfesti í skriflegu svari við blaðið að MH veðri fyrstiskólinn til að innleiða aðgerðaáætlunina, sem unnin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og menntayfirvöldum. Að hans sögn mun vinnu við áætlunina ljúka á næstu vikum. Að sögn Steins mun nemendum standa til boða að sækja sérstakan kynheilbrigðisáfanga við skólann á næstu önn. Rúmlega áttatíu nemendur hafi þegar skráð sig í áfangann. Þá hafi verið settur sérstakur tilkynningahnappur á heimasíðu skólans þar sem hægt sé að tilkynna einelti, kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi innan skólans. „Utanumhald um þolendur er aukið og þeir fá að njóta þess sveigjanleika í náminu sem aðstæður krefjast. Náms- og starfsráðgjafar auk sálfræðings sjá um að þjónusta nemendur og gera kennurum viðvart þegar aðstæður kalla á sérstakan sveigjanleika,“ segir í bréfi skólastjórnenda sem sent var nemendum og aðstandendum skólans í gær að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þá muni skólinn gera allt sem í hans valdi er til að tryggja að þolendur og meintir gerendur sitji ekki saman í tímum og boðið vreði upp á úrræði þar sem nemendur geti stundað nám heimanfrá í samvinnu við kennara. Eins og áður segir var hálfgerð bylting gerð í MH í upphafi mánaðar þegar nemendur virtust komnir með nóg af aðgerðaleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum. Um þúsund nemdendur söfnuðust saman við skólann 6. október til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast að tekið sé á slíkum málum af festu. Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu en Steinn Jóhannsson, rektor MH, staðfesti í skriflegu svari við blaðið að MH veðri fyrstiskólinn til að innleiða aðgerðaáætlunina, sem unnin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og menntayfirvöldum. Að hans sögn mun vinnu við áætlunina ljúka á næstu vikum. Að sögn Steins mun nemendum standa til boða að sækja sérstakan kynheilbrigðisáfanga við skólann á næstu önn. Rúmlega áttatíu nemendur hafi þegar skráð sig í áfangann. Þá hafi verið settur sérstakur tilkynningahnappur á heimasíðu skólans þar sem hægt sé að tilkynna einelti, kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi innan skólans. „Utanumhald um þolendur er aukið og þeir fá að njóta þess sveigjanleika í náminu sem aðstæður krefjast. Náms- og starfsráðgjafar auk sálfræðings sjá um að þjónusta nemendur og gera kennurum viðvart þegar aðstæður kalla á sérstakan sveigjanleika,“ segir í bréfi skólastjórnenda sem sent var nemendum og aðstandendum skólans í gær að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þá muni skólinn gera allt sem í hans valdi er til að tryggja að þolendur og meintir gerendur sitji ekki saman í tímum og boðið vreði upp á úrræði þar sem nemendur geti stundað nám heimanfrá í samvinnu við kennara. Eins og áður segir var hálfgerð bylting gerð í MH í upphafi mánaðar þegar nemendur virtust komnir með nóg af aðgerðaleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum. Um þúsund nemdendur söfnuðust saman við skólann 6. október til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast að tekið sé á slíkum málum af festu.
Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira