Katastrófa í dönskum byggingariðnaði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 13. október 2022 08:30 Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Danmörk Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar