Vígamenn tengdir al-Qaeda tóku Afrin í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 14:51 Vígamenn Hayat Tahrir al-Sham, öfgahópi sem myndaður var af meðlimum al-Qaeda í Sýrlandi á æfingu í sumar. Getty/Anas Alkharboutl Vígamenn öfgahópsins Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, hafa tekið yfir stjórn borgarinnar Afrin í samnefndu héraði í Sýrlandi. HTS er afsprengi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Sýrlandi en vígamennirnir náðu tökum á borginni eftir harða bardaga við meðlimi öfgahópsins Al-Jabha Al-Shamiyyah. HTS hefur hingað til verið ráðandi í Idlib-héraði Sýrlands, sem liggur nærri Afrin. Afrin var lengi undir stjórn sýrlenska Kúrda og þótti vera vin friðar í óöldinni í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin þar hófst árið 2011. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið síðan þá, svo vitað sé, og um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Það breyttist þó árið 2018 þegar öfgahópar, studdir af Tyrkjum, réðust á héraðið með stuðningi tyrkneska hersins. Íslendingurinn Haukur Hilmarsson, sem barðist með Kúrdum, féll þá í Afrin-héraði en talið var að það hefði gerst í loftárás tyrkneska hersins. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að bardagar hefðu átt sér stað í Afrin á undanförnum dögum. Margir öfgahópar berjast um yfirráð á svæðinu og ríkir þar mikil óreiða. Í morgun bárust svo fregnir af því að vígamenn HTS hefðu náð tökum á Afrin-borg og hefðu flutt þangað mikinn liðsauka Héraðsmiðillinn Kurdistan24.net sagði svo einnig frá því að HTS hefði tekið Afrin-borg og vísaði meðal annars í samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem vakta átökin í Sýrlandi. Not to mention this ex-Regime T-72[A/M1?] reinforcing the advancing HTS forces. Note the use of low loaders to transfer heavy armour, not ruining tracks, roads and using fuel to drive the vehicles directly.pic.twitter.com/fVuo2893rD— C O s (@CalibreObscura) October 13, 2022 Þetta ku vera í fyrsta sinn sem vígamenn HTS koma til borgarinnar frá því Tyrkir og sveitir þeirra réðust á héraðið. Áðurnefndur héraðsmiðill segir að átökin hafi byrjað á því að aðgerðasinni sem gekk undir nafninu Abu Ghannoum og ólétt kona hans voru myrt í úthverfi Aleppo-borgar. Eftir morðið hafi vígamenn nokkurra öfgahópa sem Tyrkir styðja byrjað að berjast sín á milli. Þessir hópar hafa lengi deilt sín á milli og hafa sömuleiðis lengi verið sakaðir um mannréttindabrot gegn fólki á yfirráðasvæðum þeirra. Sýrland Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
HTS hefur hingað til verið ráðandi í Idlib-héraði Sýrlands, sem liggur nærri Afrin. Afrin var lengi undir stjórn sýrlenska Kúrda og þótti vera vin friðar í óöldinni í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin þar hófst árið 2011. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið síðan þá, svo vitað sé, og um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Það breyttist þó árið 2018 þegar öfgahópar, studdir af Tyrkjum, réðust á héraðið með stuðningi tyrkneska hersins. Íslendingurinn Haukur Hilmarsson, sem barðist með Kúrdum, féll þá í Afrin-héraði en talið var að það hefði gerst í loftárás tyrkneska hersins. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að bardagar hefðu átt sér stað í Afrin á undanförnum dögum. Margir öfgahópar berjast um yfirráð á svæðinu og ríkir þar mikil óreiða. Í morgun bárust svo fregnir af því að vígamenn HTS hefðu náð tökum á Afrin-borg og hefðu flutt þangað mikinn liðsauka Héraðsmiðillinn Kurdistan24.net sagði svo einnig frá því að HTS hefði tekið Afrin-borg og vísaði meðal annars í samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem vakta átökin í Sýrlandi. Not to mention this ex-Regime T-72[A/M1?] reinforcing the advancing HTS forces. Note the use of low loaders to transfer heavy armour, not ruining tracks, roads and using fuel to drive the vehicles directly.pic.twitter.com/fVuo2893rD— C O s (@CalibreObscura) October 13, 2022 Þetta ku vera í fyrsta sinn sem vígamenn HTS koma til borgarinnar frá því Tyrkir og sveitir þeirra réðust á héraðið. Áðurnefndur héraðsmiðill segir að átökin hafi byrjað á því að aðgerðasinni sem gekk undir nafninu Abu Ghannoum og ólétt kona hans voru myrt í úthverfi Aleppo-borgar. Eftir morðið hafi vígamenn nokkurra öfgahópa sem Tyrkir styðja byrjað að berjast sín á milli. Þessir hópar hafa lengi deilt sín á milli og hafa sömuleiðis lengi verið sakaðir um mannréttindabrot gegn fólki á yfirráðasvæðum þeirra.
Sýrland Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48