Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2022 11:23 Lögregla sýndi fréttamönnum vopn sem lagt var hald á við húsleit. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. Þrjár vikur eru liðnar síðan karlmennirnir tveir voru handteknir. Síðan þá hafa þeir sætt einangrun. Annar karlmannanna hafði losnað úr gæsluvarðhaldi og einangrun degi fyrr. Hann hefur því verið nær sleitulaust í einangrun í fjórar vikur. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að ekki verði gerð krafa um frekari einangrun. Þó verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds. Sú krafa verði lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Karl Ingi vildi ekki upplýsa um hversu langs varðhalds yrði krafist yfir karlmönnunum tveimur. Það yrði fyrst upplýst í dómsal eftir hádegið. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi karlmannsins sem hefur verið í varðhaldi í nær fjórar vikur, telur að lagaskilyrðum fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald sé ekki uppfyllt. Fallist héraðsdómur á kröfu héraðssaksóknara verði sá úrskurður kærður til Landsréttar. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Viðkomandi hafa verið kölluð til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins og upplýst um þessi mál. Áður hafði lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að fremja hryðjuverk á árshátíð lögreglumanna. Hámarkslengd gæsluvarðhalds hér á landi án þess að búið sé að gefa út ákæru er tólf vikur. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. 13. október 2022 16:27 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þrjár vikur eru liðnar síðan karlmennirnir tveir voru handteknir. Síðan þá hafa þeir sætt einangrun. Annar karlmannanna hafði losnað úr gæsluvarðhaldi og einangrun degi fyrr. Hann hefur því verið nær sleitulaust í einangrun í fjórar vikur. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að ekki verði gerð krafa um frekari einangrun. Þó verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds. Sú krafa verði lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Karl Ingi vildi ekki upplýsa um hversu langs varðhalds yrði krafist yfir karlmönnunum tveimur. Það yrði fyrst upplýst í dómsal eftir hádegið. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi karlmannsins sem hefur verið í varðhaldi í nær fjórar vikur, telur að lagaskilyrðum fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald sé ekki uppfyllt. Fallist héraðsdómur á kröfu héraðssaksóknara verði sá úrskurður kærður til Landsréttar. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Viðkomandi hafa verið kölluð til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins og upplýst um þessi mál. Áður hafði lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að fremja hryðjuverk á árshátíð lögreglumanna. Hámarkslengd gæsluvarðhalds hér á landi án þess að búið sé að gefa út ákæru er tólf vikur.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. 13. október 2022 16:27 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. 13. október 2022 16:27
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34
Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49