Evrópuráðsþingið hvetur ríki til að skilgreina Rússlandsstjórn sem hryðjuverkastjórn Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2022 14:06 Í dag er dagur varna í Úkraínu þar sem þeirra sem fallið hafa í innrás Rússa í landið er minnst. Hér heiðra hermenn í Kænugarði hina föllnu. AP/Jean-Francois Badias Úkraínuforseti segir mikilvægt að þing Evrópuráðsins hafi skilgreint ríkisstjórn Rússlands sem hryðjuverkastjórn. Þingmaður Pírata segir aðildarríki Evrópuráðsins þar með hvött til að gera hið sama og virkja lög ríkjanna um varnir gegn hryðjuverkum gagnvart Rússlandi. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur lengi þrýst á ríki Vesturlanda að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki vegna árása á óbreytta borgara, samfélagslega innviði, fjöldamorða og pyndinga. Honum varð loks að ósk sinni þegar þing Evrópuráðsins ályktaði með þessum hætti með skýrslu á fundi ráðsins í Strasbourg í gær. Volodymyr Zelenskyy ávarpaði þing Evrópuráðsins í gær sem nú hefur samþykkt skýrslu þar sem Putin og stjórn hans í Rússlandi eru skilgreind sem hryðjuverkastjórn.AP/Jean-Francois Badias Þar er stjórn Vladimirs Putins Rússlandsforseta skilgreind sem hryðjuverkastjórn. Zelenskyy segir ályktunina mikilvæg skilaboð til ríkja heims um að það væri ekkert um að ræða við þennan hryðjuverkahóp sem leysti úr læðingi versta stríðí Evrópu í áttatíu ár. „Hryðjuverkum verður að mæta af krafti á öllum stigum; á vígvellinum, með refsiaðgerðum og lagalegum leiðum. Við munum setja á fót sérstakan dómstól fyrir árásarglæpi Rússa gegn Úkraínu og tryggja starfrækslu sérstaks bótakerfis þannig að Rússar svari fyrir þetta stríð með eignum sínum," sagði Zelenskyy. Rússar gætu aldrei sigrað Úkraínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem situr fund Evrópuráðsþingsins segir ályktunina um Rússland hafa verið samþykkta samhljóða. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata á þingi Evrópuráðsins.Evrópuráðið „Í raun felst í henni einróma álit Evrópuráðsþingsins að sú ríkisstjórn sem ræður ríkjum í Rússlandi sé hryðjuverka ríkisstjórn. Þetta er sögulegt að því marki að ég veit ekki til þess að nokkur alþjóðleg stofnun hafi hingað til lýst þessu yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta væru tilmæli til þeirra 46 ríkja sem tilheyrðu nú Evrópuráðinu eftir að Rússum var vísað úr ráðinu til að virkja löggjöf gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti gegn Rússlandi. Vonandi væri þetta byrjunin á víðtækari viðbrögðum. „Skýrslan kallar eftir því að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll verði settur á fót fyrir þann glæp að hafa hafið þessa innrás. Sömuleiðis kallar hún auðvitað eftir ýmis konar aðgerðum til stuðnings Úkraínu og fordæmir enn og aftur innrásina með mjög skýrum orðum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem talaði frá lokadegi þings Evrópuráðsins í Strasbourg. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur lengi þrýst á ríki Vesturlanda að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki vegna árása á óbreytta borgara, samfélagslega innviði, fjöldamorða og pyndinga. Honum varð loks að ósk sinni þegar þing Evrópuráðsins ályktaði með þessum hætti með skýrslu á fundi ráðsins í Strasbourg í gær. Volodymyr Zelenskyy ávarpaði þing Evrópuráðsins í gær sem nú hefur samþykkt skýrslu þar sem Putin og stjórn hans í Rússlandi eru skilgreind sem hryðjuverkastjórn.AP/Jean-Francois Badias Þar er stjórn Vladimirs Putins Rússlandsforseta skilgreind sem hryðjuverkastjórn. Zelenskyy segir ályktunina mikilvæg skilaboð til ríkja heims um að það væri ekkert um að ræða við þennan hryðjuverkahóp sem leysti úr læðingi versta stríðí Evrópu í áttatíu ár. „Hryðjuverkum verður að mæta af krafti á öllum stigum; á vígvellinum, með refsiaðgerðum og lagalegum leiðum. Við munum setja á fót sérstakan dómstól fyrir árásarglæpi Rússa gegn Úkraínu og tryggja starfrækslu sérstaks bótakerfis þannig að Rússar svari fyrir þetta stríð með eignum sínum," sagði Zelenskyy. Rússar gætu aldrei sigrað Úkraínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem situr fund Evrópuráðsþingsins segir ályktunina um Rússland hafa verið samþykkta samhljóða. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata á þingi Evrópuráðsins.Evrópuráðið „Í raun felst í henni einróma álit Evrópuráðsþingsins að sú ríkisstjórn sem ræður ríkjum í Rússlandi sé hryðjuverka ríkisstjórn. Þetta er sögulegt að því marki að ég veit ekki til þess að nokkur alþjóðleg stofnun hafi hingað til lýst þessu yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta væru tilmæli til þeirra 46 ríkja sem tilheyrðu nú Evrópuráðinu eftir að Rússum var vísað úr ráðinu til að virkja löggjöf gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti gegn Rússlandi. Vonandi væri þetta byrjunin á víðtækari viðbrögðum. „Skýrslan kallar eftir því að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll verði settur á fót fyrir þann glæp að hafa hafið þessa innrás. Sömuleiðis kallar hún auðvitað eftir ýmis konar aðgerðum til stuðnings Úkraínu og fordæmir enn og aftur innrásina með mjög skýrum orðum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem talaði frá lokadegi þings Evrópuráðsins í Strasbourg.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19
Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16
Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30