Hvalaskoðunarskúr sem hefur ekkert með hvalaskoðun að gera Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 16:09 Skúrinn var byggður á höfninni. Vísir/Vilhelm Búið er að koma fyrir skúr sem við fyrstu lítur út fyrir að eiga að hýsa hvalaskoðunarfyrirtæki á bryggju við Reykjavíkurhöfn. Skúrinn er þó ekki fyrir ferðamenn heldur er leikmynd fyrir íslenska sjónvarpsþáttaröð sem kemur út á næsta ári. Skúrinn er vel merktur og á honum stendur „Whale watching tours“. Þá er sagt að fyrirtækið sem nýtir sér skúrinn hafi verið stofnað árið 1998 og sé opið milli klukkan níu á morgnana til klukkan sex á kvöldin. Það er framleiðslufyrirtækið Polarama sem ber ábyrgð á skúrnum en hann verður notaður við tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Heima er best sem kemur út á næstunni. Tinna Hrafnsdóttir er leikstjóri þáttanna en hún ræddi þá nýlega í viðtali við Einkalífið hér á Vísi. Í samtali við fréttastofu segir Kidda Rokk, einn eigenda Polarama sem er aðalframleiðandi þáttanna, að skúrinn sé einn af lykiltökustöðum þáttanna. „Sögusvið þáttanna er að miklu leiti til í hvalaskoðunarfyrirtæki. Til að gera söguna og sögusviðið trúverðugt þá nýttum við til kvikmyndatökunnar útlit leikmyndarinnar að utanverðu en leikum líka inni í leikmyndinni. Með þessu gátum við stjórnað tæknilegum þáttum betur og einnig hannað leikmyndina á þann hátt sem við vildum sýna áhorfendum. Þetta er í rauninni eins og lítill sumarbústaður sem við byggðum niðri á bryggju,“ segir Kidda. Til þess að passa að skúrinn hverfi ekki út á haf í íslenskri veðráttu þurfti að notast við áhugaverða aðferð. „Við notum sömu aðferðarfræði í uppsetningunni á þessu húsi og þegar við erum að byggja leikmyndir uppi á jöklum eða hálendi. Í staðinn fyrir að steypa staura, sem er ekki hægt á bryggjunni, þá eru undirstöður hússins mjög þungar ballestar,“ segir Kidda. Tökur á þáttunum eru hafnar og munu halda áfram í haust. Ekki er komin nákvæm tímasetning á hvenær fólk getur horft á þættina. Þeir verða sýndir á Sjónvarpi Símans. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Skúrinn er vel merktur og á honum stendur „Whale watching tours“. Þá er sagt að fyrirtækið sem nýtir sér skúrinn hafi verið stofnað árið 1998 og sé opið milli klukkan níu á morgnana til klukkan sex á kvöldin. Það er framleiðslufyrirtækið Polarama sem ber ábyrgð á skúrnum en hann verður notaður við tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Heima er best sem kemur út á næstunni. Tinna Hrafnsdóttir er leikstjóri þáttanna en hún ræddi þá nýlega í viðtali við Einkalífið hér á Vísi. Í samtali við fréttastofu segir Kidda Rokk, einn eigenda Polarama sem er aðalframleiðandi þáttanna, að skúrinn sé einn af lykiltökustöðum þáttanna. „Sögusvið þáttanna er að miklu leiti til í hvalaskoðunarfyrirtæki. Til að gera söguna og sögusviðið trúverðugt þá nýttum við til kvikmyndatökunnar útlit leikmyndarinnar að utanverðu en leikum líka inni í leikmyndinni. Með þessu gátum við stjórnað tæknilegum þáttum betur og einnig hannað leikmyndina á þann hátt sem við vildum sýna áhorfendum. Þetta er í rauninni eins og lítill sumarbústaður sem við byggðum niðri á bryggju,“ segir Kidda. Til þess að passa að skúrinn hverfi ekki út á haf í íslenskri veðráttu þurfti að notast við áhugaverða aðferð. „Við notum sömu aðferðarfræði í uppsetningunni á þessu húsi og þegar við erum að byggja leikmyndir uppi á jöklum eða hálendi. Í staðinn fyrir að steypa staura, sem er ekki hægt á bryggjunni, þá eru undirstöður hússins mjög þungar ballestar,“ segir Kidda. Tökur á þáttunum eru hafnar og munu halda áfram í haust. Ekki er komin nákvæm tímasetning á hvenær fólk getur horft á þættina. Þeir verða sýndir á Sjónvarpi Símans.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40