Freyr telur fyrirliða Víkinga þann vanmetnasta í Bestu deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 23:30 Júlíus Magnússon var í knattspyrnuskóla Leiknis á sínum tíma. Vísir/Diego Freyr Alexandersson var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Þar fór hann yfir víðan völl og kom meðal annars inn á þá staðreynd að Júlíus Magnússon, fyrirliði bikarmeistara Víkings, væri vanmetnasti leikmaður deildarinnar. Eins og áður hefur komið fram á Vísi þá er Freyr með tvo af eigendum Lyngby í leikmannahópi liðsins en það verður að teljast einstakt svo vægt sé tekið til orða. Gengi Lyngby hefur ekki verið frábært og um helgina tapaði liðið botnbaráttuslag gegn lærisveinum Erik Hamrén í Álaborg. Lyngby er með minnsta fjármagn allra liða í deildinni sem og nokkurra í B-deild svo ef til vill kemur það ekki á óvart. Freyr var hins vegar spurður hvaða leikmann í Bestu deildinni hann myndi sækja til Lyngby ef allir leikmenn deildarinnar stæðu til boða. „Þessi er helvíti góð,“ sagði Freyr eftir að hafa hugsað sig um í drykklanga stund. „Ég ætla að segja, leikmaður sem er ekki búinn að fara með himinskautum síðustu vikurnar en hefur þann eiginleika sem tikkar í öll box hjá mér og það er Viktor Karl Einarsson (leikmaður Íslandsmeistara Breiðablik).“ „Svo ætla ég að henda í annað nafn því ég þjálfaði hann þegar hann var sex ára í knattspyrnuskóla Leiknis, Júlíus „Agahowa“ Magnússon. Hann er vanmetnasti leikmaðurinn í Bestu deildinni.“ Viðtalið við Frey má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræðir hann einnig skoðun sína á starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hversu langt Margrét Lára Viðarsdóttir hefði getað náð hefði hún ekki meiðst, hvað íslenskir þjálfarar þurfa að gera til að komast erlendis og margt fleira. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram á Vísi þá er Freyr með tvo af eigendum Lyngby í leikmannahópi liðsins en það verður að teljast einstakt svo vægt sé tekið til orða. Gengi Lyngby hefur ekki verið frábært og um helgina tapaði liðið botnbaráttuslag gegn lærisveinum Erik Hamrén í Álaborg. Lyngby er með minnsta fjármagn allra liða í deildinni sem og nokkurra í B-deild svo ef til vill kemur það ekki á óvart. Freyr var hins vegar spurður hvaða leikmann í Bestu deildinni hann myndi sækja til Lyngby ef allir leikmenn deildarinnar stæðu til boða. „Þessi er helvíti góð,“ sagði Freyr eftir að hafa hugsað sig um í drykklanga stund. „Ég ætla að segja, leikmaður sem er ekki búinn að fara með himinskautum síðustu vikurnar en hefur þann eiginleika sem tikkar í öll box hjá mér og það er Viktor Karl Einarsson (leikmaður Íslandsmeistara Breiðablik).“ „Svo ætla ég að henda í annað nafn því ég þjálfaði hann þegar hann var sex ára í knattspyrnuskóla Leiknis, Júlíus „Agahowa“ Magnússon. Hann er vanmetnasti leikmaðurinn í Bestu deildinni.“ Viðtalið við Frey má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræðir hann einnig skoðun sína á starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hversu langt Margrét Lára Viðarsdóttir hefði getað náð hefði hún ekki meiðst, hvað íslenskir þjálfarar þurfa að gera til að komast erlendis og margt fleira.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira