„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:41 Færsla Ilmar Kristjánsdóttur var kveikjan að miklum umræðum um lestrarkennslu barna. aðsend Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar". Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar".
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira