„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:41 Færsla Ilmar Kristjánsdóttur var kveikjan að miklum umræðum um lestrarkennslu barna. aðsend Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar". Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar".
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira