Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 16:11 Annar karlmaðurinn leiddur fyrir dómara á dögunum. Vísir/Vilhelm Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. Ríkisútvarpið greinir frá því að óskað hafi verið eftir því að geðlæknir meti hversu mikil alvara hafi verið fólgin í skilaboðum sem karlmennirnir sendu sín á milli. Þar ræddu þeir reglulega um að vilja gera fólki mein. Núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata bar á góma í slíkum skilaboðum mannanna á milli. Sömuleiðis sósíalistarnir Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna Jónsdóttir. Þá hefur komið fram að mennirnir höfðu á orði að drepa lögreglumenn á fyrirhugaðri árshátíð þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reglulega gerð krafa um geðmat þegar fólk er sakað um brot af þessum toga. Þá er geðlæknir fenginn til að meta marga hluti. Tekin eru viðtöl við mennina, þeir settir í próf og þá verða skilaboð mannanna skoðuð. Reikna má með því að niðurstaða úr greiningu liggir fyrir eftir einhverjar vikur. Þá mun einnig liggja fyrir sakhæfismat. Lögregla lagði í umfangsmiklum aðgerðum sínum, handtökum og húsleitum, fyrir tæpum fjórum viku hald á skotvopn. Karlmennirnir eru taldir hafa framleitt og breytt skotvopnum. Þeir hafi notað þrívíddarprentara til verksins. Mat geðlæknis á alvarleika samskipta mannanna gæti spilað lykilhlutverk í ákvörðun um hvort karlmennirnir verði ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk eða fyrir vopnalagabrot. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru þó lausir úr einangrun sem þeir hafa sætt frá því þeir voru handteknir. Annar hafði rétt losnað úr vikulangri einangrun þegar hann var handtekinn. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn á föstudaginn til Landsréttar. Má reikna með niðurstöðu í Landsrétti á morgun. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá því að óskað hafi verið eftir því að geðlæknir meti hversu mikil alvara hafi verið fólgin í skilaboðum sem karlmennirnir sendu sín á milli. Þar ræddu þeir reglulega um að vilja gera fólki mein. Núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata bar á góma í slíkum skilaboðum mannanna á milli. Sömuleiðis sósíalistarnir Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna Jónsdóttir. Þá hefur komið fram að mennirnir höfðu á orði að drepa lögreglumenn á fyrirhugaðri árshátíð þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reglulega gerð krafa um geðmat þegar fólk er sakað um brot af þessum toga. Þá er geðlæknir fenginn til að meta marga hluti. Tekin eru viðtöl við mennina, þeir settir í próf og þá verða skilaboð mannanna skoðuð. Reikna má með því að niðurstaða úr greiningu liggir fyrir eftir einhverjar vikur. Þá mun einnig liggja fyrir sakhæfismat. Lögregla lagði í umfangsmiklum aðgerðum sínum, handtökum og húsleitum, fyrir tæpum fjórum viku hald á skotvopn. Karlmennirnir eru taldir hafa framleitt og breytt skotvopnum. Þeir hafi notað þrívíddarprentara til verksins. Mat geðlæknis á alvarleika samskipta mannanna gæti spilað lykilhlutverk í ákvörðun um hvort karlmennirnir verði ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk eða fyrir vopnalagabrot. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru þó lausir úr einangrun sem þeir hafa sætt frá því þeir voru handteknir. Annar hafði rétt losnað úr vikulangri einangrun þegar hann var handtekinn. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn á föstudaginn til Landsréttar. Má reikna með niðurstöðu í Landsrétti á morgun.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59