Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2022 20:01 Svava Hjaltalín hefur kennt lestur í 35 ár. vísir Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. Grunnskólakennarinn Svava Hjaltalín hefur yfir 35 ára reynslu í lestrarkennslu. Hún fagnar gagnrýni Ilmar og vill að hraðlestrarprófunum verði hætt. „Þannig ég er á móti prófunum eins og þau eru notuð í dag og ég er tilbúin að standa fyrir því að sleppa þeim. Ég er búin að tala við fremstu lestrarfræðinga í heimi. Kate Nation og Maggie Snowling sem eru prófessorar í Oxford háskóla og þær göptu þegar ég sagði þeim að 46 þúsund börn væru prófuð þrisvar sinnum á ári í hraða, trúðu mér ekki.“ Hún segir engin sterk vísindi styðja aðferðarfræðina. Hún segist þó alls ekki tala á móti lesfimi, börn þurfi lesfimi til þess að njóta þess að lesa og skilja það sem þau lesa. „En að mæla hraða, fjöldi lesinna orða á mínútu. Ég sé að það veldur kvíða. Ég er búin að fá grátandi foreldra, grátandi börn. Ég virkilega er búin að átta mig á því hvaða áhrif þetta getur haft og við sem fagmenn verðum að taka það til okkar. Við getum gert miklu betur. Hættum þessu bara.“ Hún segir kennara hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem Menntamálastofnun hafi enn ekki útbúið. Úrelt próf? „Þau eru ekki rétt. Þau mæla ekki rétt og viðmiðin eru ekki rétt. Aðferðarfræðin er ekki rétt. Þegar prófin voru gerð þá taldi sá sem sá um prófinn að íslensk börn ættu meira inni í hraða og hækkaði viðmiðin. Ég er með upplýsingar um það frá Menntamálastofnun að þriðja viðmið, þetta eru þrjú viðmið, þriðja sem er þá flest orð á mínútu að það sé bull. Það sé allt allt of hátt.“ Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Grunnskólakennarinn Svava Hjaltalín hefur yfir 35 ára reynslu í lestrarkennslu. Hún fagnar gagnrýni Ilmar og vill að hraðlestrarprófunum verði hætt. „Þannig ég er á móti prófunum eins og þau eru notuð í dag og ég er tilbúin að standa fyrir því að sleppa þeim. Ég er búin að tala við fremstu lestrarfræðinga í heimi. Kate Nation og Maggie Snowling sem eru prófessorar í Oxford háskóla og þær göptu þegar ég sagði þeim að 46 þúsund börn væru prófuð þrisvar sinnum á ári í hraða, trúðu mér ekki.“ Hún segir engin sterk vísindi styðja aðferðarfræðina. Hún segist þó alls ekki tala á móti lesfimi, börn þurfi lesfimi til þess að njóta þess að lesa og skilja það sem þau lesa. „En að mæla hraða, fjöldi lesinna orða á mínútu. Ég sé að það veldur kvíða. Ég er búin að fá grátandi foreldra, grátandi börn. Ég virkilega er búin að átta mig á því hvaða áhrif þetta getur haft og við sem fagmenn verðum að taka það til okkar. Við getum gert miklu betur. Hættum þessu bara.“ Hún segir kennara hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem Menntamálastofnun hafi enn ekki útbúið. Úrelt próf? „Þau eru ekki rétt. Þau mæla ekki rétt og viðmiðin eru ekki rétt. Aðferðarfræðin er ekki rétt. Þegar prófin voru gerð þá taldi sá sem sá um prófinn að íslensk börn ættu meira inni í hraða og hækkaði viðmiðin. Ég er með upplýsingar um það frá Menntamálastofnun að þriðja viðmið, þetta eru þrjú viðmið, þriðja sem er þá flest orð á mínútu að það sé bull. Það sé allt allt of hátt.“
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41