Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 10:34 Nokkrir hafa látist í árásum Rússa á síðustu dögum en fjórir létust til að mynda í árás í Kænugarði í gær. AP/Yevhenii Zavhorodnii Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56
Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30
Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20