Hannes valdi hornið kvöldið áður en hann varði vítið frá Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 10:00 Það var löngu ákveðið að Hannes Þór Halldórsson myndi skutla sér til hægri í víti á móti Lionel Messi. Getty/Mike Hewitt Alþjóða knattspyrnusambandið hitar upp fyrir komandi heimsmeistaramót í Katar með því að rifja upp Íslandsævintýrið frá HM í Rússlandi 2018. Íslenska karlalandsliðið tók þá þátt í HM í fyrsta sinn og varð fámennasta þjóðin til að keppa á heimsmeistaramótinu. Ný heimildarmynd um Íslandsævintýrið er nú aðgengileg inn á heimasíðu FIFA en þar er rætt við sex Íslendinga um uppkomu karlalandsliðsins. Relive the Thunderclap of 2018 in Iceland | The Debut , exclusively (and free!) on FIFA+ pic.twitter.com/GQClAWO5Ss— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) May 14, 2022 Þetta eru þau Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands á þessum tíma, Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins á þessum tíma, Margrét Lára Viðarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins sem komst á undan karlalandsliðinu í úrslitakeppni stórmóts. Þarna er líka rætt við Magnús Örn Helgason, þjálfara sautján ára landsliðs kvenna og Tólfu-meðlimina Benjamín Hallbjörnsson og Svein Ásgeirsson. Í myndinni er farið yfir ævintýrið með hjálp þessara aðila allt frá því að það byrjaði með frábærum árangri á EM í Frakklandi allt þar til að íslenska liðið komst í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er auðvitað í aðalhlutverki og ekki síst fyrsti leikurinn á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. Það eftirminnilegasta við þann leik er kannski ekki markið sem Alfreð Finnbogason skoraði heldur miklu frekar vítaspyrnan sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði um leið íslenska liðinu jafntefli. Hannes sagði frá því í myndinni hvenær hann ákvað hvað hann myndi gera ef Messi fengi víti á móti honum. „Þegar dómarinn blés í flautuna og dæmdi vítið þá hugsaði ég: Ó guð þeir eru að fara að skora,“ sagði Hannes. Vítaspyrnan fær mikið pláss í heimildarmyndinni. „Svo áttaði ég mig á því að þetta væri tækifæri og ef þú ætlaðir að búa til eitthvað ævintýri þá væri góð hugmynd að láta markvörðinn verja víti frá Messi,“ sagði Hannes. „Það er pressa á markverðinum allan leikinn með einni undantekningu og það er í vítaspyrnu. Þar hefur markvörðurinn engu að tapa og ef hann ver vítið þá er hann hetja dagsins. Ef leikmaðurinn skorar þá er búist við því,“ sagði Hannes. „Ég var ekkert stressaður, þetta var bara tækifæri,“ sagði Hannes. Iceland - The Debut er komin út á streymisveitu FIFA, FIFA+. There is a first time for everything and a nation's first World Cup experience is hardly a forgettable one.#fyririslandhttps://t.co/oHgcLBpV7n pic.twitter.com/GBxq0TzvXO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 18, 2022 Vítadómurinn og þá sérstaklega vítaspyrnan sjálf eru sýnd með mjög dramatískum hætti og frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Ákvörðunin mín um að skutla mér til hægri var tekin kvöldið fyrir leikinn. Hann tók síðasta vítið sitt á undan þessu einmitt svona og þá skoraði hann,“ sagði Hannes. „Rétt áður en hann tók vítið þá sló ég saman höndunum og bjó til hljóð. Ég veit ekki hvort það gerði eitthvað,“ sagði Hannes. Farið er yfir restin af mótinu og ástæðurnar fyrir uppkomu íslenska landsliðsins sem menn skrifa bæði á betri aðstöðu en ekki síst á betri þjálfun. Það má horfa á alla myndina hér. HM 2018 í Rússlandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tók þá þátt í HM í fyrsta sinn og varð fámennasta þjóðin til að keppa á heimsmeistaramótinu. Ný heimildarmynd um Íslandsævintýrið er nú aðgengileg inn á heimasíðu FIFA en þar er rætt við sex Íslendinga um uppkomu karlalandsliðsins. Relive the Thunderclap of 2018 in Iceland | The Debut , exclusively (and free!) on FIFA+ pic.twitter.com/GQClAWO5Ss— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) May 14, 2022 Þetta eru þau Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands á þessum tíma, Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins á þessum tíma, Margrét Lára Viðarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins sem komst á undan karlalandsliðinu í úrslitakeppni stórmóts. Þarna er líka rætt við Magnús Örn Helgason, þjálfara sautján ára landsliðs kvenna og Tólfu-meðlimina Benjamín Hallbjörnsson og Svein Ásgeirsson. Í myndinni er farið yfir ævintýrið með hjálp þessara aðila allt frá því að það byrjaði með frábærum árangri á EM í Frakklandi allt þar til að íslenska liðið komst í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er auðvitað í aðalhlutverki og ekki síst fyrsti leikurinn á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. Það eftirminnilegasta við þann leik er kannski ekki markið sem Alfreð Finnbogason skoraði heldur miklu frekar vítaspyrnan sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði um leið íslenska liðinu jafntefli. Hannes sagði frá því í myndinni hvenær hann ákvað hvað hann myndi gera ef Messi fengi víti á móti honum. „Þegar dómarinn blés í flautuna og dæmdi vítið þá hugsaði ég: Ó guð þeir eru að fara að skora,“ sagði Hannes. Vítaspyrnan fær mikið pláss í heimildarmyndinni. „Svo áttaði ég mig á því að þetta væri tækifæri og ef þú ætlaðir að búa til eitthvað ævintýri þá væri góð hugmynd að láta markvörðinn verja víti frá Messi,“ sagði Hannes. „Það er pressa á markverðinum allan leikinn með einni undantekningu og það er í vítaspyrnu. Þar hefur markvörðurinn engu að tapa og ef hann ver vítið þá er hann hetja dagsins. Ef leikmaðurinn skorar þá er búist við því,“ sagði Hannes. „Ég var ekkert stressaður, þetta var bara tækifæri,“ sagði Hannes. Iceland - The Debut er komin út á streymisveitu FIFA, FIFA+. There is a first time for everything and a nation's first World Cup experience is hardly a forgettable one.#fyririslandhttps://t.co/oHgcLBpV7n pic.twitter.com/GBxq0TzvXO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 18, 2022 Vítadómurinn og þá sérstaklega vítaspyrnan sjálf eru sýnd með mjög dramatískum hætti og frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Ákvörðunin mín um að skutla mér til hægri var tekin kvöldið fyrir leikinn. Hann tók síðasta vítið sitt á undan þessu einmitt svona og þá skoraði hann,“ sagði Hannes. „Rétt áður en hann tók vítið þá sló ég saman höndunum og bjó til hljóð. Ég veit ekki hvort það gerði eitthvað,“ sagði Hannes. Farið er yfir restin af mótinu og ástæðurnar fyrir uppkomu íslenska landsliðsins sem menn skrifa bæði á betri aðstöðu en ekki síst á betri þjálfun. Það má horfa á alla myndina hér.
HM 2018 í Rússlandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira