Námskeið í mennsku Gunnar Dan Wiium skrifar 19. október 2022 09:30 Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun