Námskeið í mennsku Gunnar Dan Wiium skrifar 19. október 2022 09:30 Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar