Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 20. október 2022 08:01 Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. Það er því ekki úr vegi að við spyrjum okkur hvort Íslendingar geti lært af reynslu Svía við forgangsröðun í heilbrigðismálum? Í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða sem fólu í sér umtalsverða fækkun starfsmanna og lokun bráðamóttöku sjúkrahússins var rekstrarkostnaður Karólínska sjúkrahússins fyrir árið 2021 tæplega 330 milljarðar á meðan rekstrarkostnaður Landspítalans var 94 milljarðar. Þess ber að geta að stór hluti rannsóknastarfs Karólínska sjúkrahússins er fjármagnaður sérstaklega og því ekki innifalinn í þessari tölu, á meðan Landspítalinn notar að mestu fé úr rekstri sjúkrahússins til að standa straum af kostnaði við vísindastörf. Starfsmenn Karólínska sjúkrahúsins voru á sama tíma 15200 en tæplega 4700 á Landspítalanum og legurými Karólínska sjúkrahúsins 1080 en 650 á Landspítalanum. Séu fyrrnefndar upplýsingar notaðar til að áætla kostnað á hvern starfsmann, var hver starfsmaður tæplega 9% dýrari og hvert legurými rúmlega 111% dýrara á Karólínska sjúkrahúsinu en á Landspítalanum. Ætti hver starfsmaður og hvert legurými að kosta jafnmikið á Íslandi og í Svíþjóð, þyrfti að auka fjárframlög til Landspítalans um 8.5 milljarða á ári með hliðsjón af kostnaði á hvern starfsmann en 104 milljarða á ári fyrir legurýmin. Nýr forstjóri stjórnar Landspítalans hefur rætt mögulega fækkun stjórnenda á Landspítalanum í hagræðingarskyni. Út frá opinberum tölum er afar erfitt er að átta sig á fjölda starfsmanna sem tilheyra rekstrarhluta starfseminnar á Landspítalanum. Í ársskýrslu Landspítalans fyrir árið 2021 má sjá að rekstur skrifstofu Landspítlans kostaði 5.5 milljarða eða rúmlega 6% af rekstarkosnaði hans, á sama tíma má finna tölur frá Karólínska sjúkrahúsins sem sýna að 9% starfsmanna spítalans tilheyri ennþá rekstarhluta starfseminnar þrátt fyrir orðróm um miklar uppsagnir á liðnum árum. Þótt sænskur veruleiki sé ekki endilega sambærilegur við íslenskan veruleika, eru áskoranir og vandamál Svía og Íslendinga sambærileg varðandi mönnun heilbrigðiskerfisins. Á Karólínska sjúkrahúsinu eru samkvæmt ofannefndum tölum, tvöfalt fleiri starfsmenn á hvert legurými samanborið við Landspítalann. Af þessum starfsmönnum, er hlutfall starfsmanna úr röð stærstu heilbrigðisstétta (lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) 68% á Karólínska sjúkrahúsinu á meðan það er aðeins 53% á Landspítalanum. Fjárfesting Svía í Karólínska sjúkrahúsið, hefur skilað þeim árangri að sjúkrahúsið trónir nú ofarlega á listum yfir fremstu sjúkrahús í heimi. Slík velgengni er ekki ókeypis og ljóst að þrátt fyrir mikla hagræðingu á Karólínska sjúkrahúsinu seinustu ár, kostar ennþá mun meira að reka Karólínska sjúkrahúsið á ársgrundvelli en Landspítalann. Fjárlög ársins 2023 sem nýlega voru lögð fram á Alþingi Íslands gefa því miður lítil fyrirheit um mikla uppbyggingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þótt mögulega séu tækifæri til hagræðingar í opinberri starfsemi, er ljóst að ekki verður gengið lengra í sparnaði inná heilbrigðisstofnunum landsins, nema draga verulega úr þjónustu. Öllum ætti að vera ljóst, að aukin fjárframlög í heilbrigðismál er fjárfesting til framtíðar, með raunsparnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Lærdómur íslenskra stjórnvalda, í ljósi ofannefnds samanburðar við Svíþjóð, ætti að vera að verja auknu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Nýr formaður stjórnar Landspítalans, sem einnig er forstjóri Karólínska sjúkrahússins, ætti helst að beina kröftum sínum að Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, til að tryggja frekara fjármagn til reksturs og uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss Íslendinga. Félag sjúkrahúslækna er reiðubúið að aðstoða stjórnvöld við nauðsynlega forgangsröðun verkefna innan heilbrigðiskerfisins svo nýta megi takmarkað fjármagn til málaflokksins sem best Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Heimildir Ársskýrsla Landspítalans 2021Ársskýrsla Karólínska sjúkrahússins 2021Upplýsingar um hlutfall starfsmanna á heimasíðu Karólínska sjúkrahússinsVefsíða OECD um hlutfall vergrar þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. Það er því ekki úr vegi að við spyrjum okkur hvort Íslendingar geti lært af reynslu Svía við forgangsröðun í heilbrigðismálum? Í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða sem fólu í sér umtalsverða fækkun starfsmanna og lokun bráðamóttöku sjúkrahússins var rekstrarkostnaður Karólínska sjúkrahússins fyrir árið 2021 tæplega 330 milljarðar á meðan rekstrarkostnaður Landspítalans var 94 milljarðar. Þess ber að geta að stór hluti rannsóknastarfs Karólínska sjúkrahússins er fjármagnaður sérstaklega og því ekki innifalinn í þessari tölu, á meðan Landspítalinn notar að mestu fé úr rekstri sjúkrahússins til að standa straum af kostnaði við vísindastörf. Starfsmenn Karólínska sjúkrahúsins voru á sama tíma 15200 en tæplega 4700 á Landspítalanum og legurými Karólínska sjúkrahúsins 1080 en 650 á Landspítalanum. Séu fyrrnefndar upplýsingar notaðar til að áætla kostnað á hvern starfsmann, var hver starfsmaður tæplega 9% dýrari og hvert legurými rúmlega 111% dýrara á Karólínska sjúkrahúsinu en á Landspítalanum. Ætti hver starfsmaður og hvert legurými að kosta jafnmikið á Íslandi og í Svíþjóð, þyrfti að auka fjárframlög til Landspítalans um 8.5 milljarða á ári með hliðsjón af kostnaði á hvern starfsmann en 104 milljarða á ári fyrir legurýmin. Nýr forstjóri stjórnar Landspítalans hefur rætt mögulega fækkun stjórnenda á Landspítalanum í hagræðingarskyni. Út frá opinberum tölum er afar erfitt er að átta sig á fjölda starfsmanna sem tilheyra rekstrarhluta starfseminnar á Landspítalanum. Í ársskýrslu Landspítalans fyrir árið 2021 má sjá að rekstur skrifstofu Landspítlans kostaði 5.5 milljarða eða rúmlega 6% af rekstarkosnaði hans, á sama tíma má finna tölur frá Karólínska sjúkrahúsins sem sýna að 9% starfsmanna spítalans tilheyri ennþá rekstarhluta starfseminnar þrátt fyrir orðróm um miklar uppsagnir á liðnum árum. Þótt sænskur veruleiki sé ekki endilega sambærilegur við íslenskan veruleika, eru áskoranir og vandamál Svía og Íslendinga sambærileg varðandi mönnun heilbrigðiskerfisins. Á Karólínska sjúkrahúsinu eru samkvæmt ofannefndum tölum, tvöfalt fleiri starfsmenn á hvert legurými samanborið við Landspítalann. Af þessum starfsmönnum, er hlutfall starfsmanna úr röð stærstu heilbrigðisstétta (lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) 68% á Karólínska sjúkrahúsinu á meðan það er aðeins 53% á Landspítalanum. Fjárfesting Svía í Karólínska sjúkrahúsið, hefur skilað þeim árangri að sjúkrahúsið trónir nú ofarlega á listum yfir fremstu sjúkrahús í heimi. Slík velgengni er ekki ókeypis og ljóst að þrátt fyrir mikla hagræðingu á Karólínska sjúkrahúsinu seinustu ár, kostar ennþá mun meira að reka Karólínska sjúkrahúsið á ársgrundvelli en Landspítalann. Fjárlög ársins 2023 sem nýlega voru lögð fram á Alþingi Íslands gefa því miður lítil fyrirheit um mikla uppbyggingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þótt mögulega séu tækifæri til hagræðingar í opinberri starfsemi, er ljóst að ekki verður gengið lengra í sparnaði inná heilbrigðisstofnunum landsins, nema draga verulega úr þjónustu. Öllum ætti að vera ljóst, að aukin fjárframlög í heilbrigðismál er fjárfesting til framtíðar, með raunsparnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Lærdómur íslenskra stjórnvalda, í ljósi ofannefnds samanburðar við Svíþjóð, ætti að vera að verja auknu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Nýr formaður stjórnar Landspítalans, sem einnig er forstjóri Karólínska sjúkrahússins, ætti helst að beina kröftum sínum að Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, til að tryggja frekara fjármagn til reksturs og uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss Íslendinga. Félag sjúkrahúslækna er reiðubúið að aðstoða stjórnvöld við nauðsynlega forgangsröðun verkefna innan heilbrigðiskerfisins svo nýta megi takmarkað fjármagn til málaflokksins sem best Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Heimildir Ársskýrsla Landspítalans 2021Ársskýrsla Karólínska sjúkrahússins 2021Upplýsingar um hlutfall starfsmanna á heimasíðu Karólínska sjúkrahússinsVefsíða OECD um hlutfall vergrar þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun