Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2022 23:31 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/José Luis Villegas Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira