Nýliðinn í hóp með Kareem og LeBron Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2022 09:31 Paolo Banchero blómstraði í fyrsta leik sínum í NBA. getty/Nic Antaya Nýliðinn Paolo Banchero stimplaði sig inn í NBA-deildina í körfubolta með látum þegar hann þreytti frumraun sína með Orlando Magic í nótt. Banchero skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar þegar Orlando tapaði fyrir Detroit Pistons, 113-109. Paolo Banchero was HISTORIC tonight, becoming the first No. 1 overall pick to drop 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut since LeBron James in 2003! pic.twitter.com/RrQwbl5h7r— NBA (@NBA) October 20, 2022 Hann er fyrsti nýliðinn sem skorar 25 stig eða meira, tekur að minnsta kosti fimm fráköst og gefur að minnsta kosti fimm stoðsendingar í fyrsta leik sínum í NBA síðan LeBron James 2003. Og aðeins þrír leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í nýliðavalinu hafa verið með viðlíka tölfræði í fyrsta leik sínum í NBA: Kareem Abdul-Jabbar, LeBron og Banchero. Since 1969, only three No. 1 overall picks have dropped 25+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut.Kareem Abdul-JabbarLeBron JamesPaolo Banchero pic.twitter.com/IFmdWyBUT0— NBA History (@NBAHistory) October 20, 2022 Þá hefur enginn nýliði í sögu Orlando skorað meira í fyrsta leik fyrir félagið en Banchero sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og fara þarf aftur til 1996 til að finna leikmann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu sem skoraði jafn mikið í frumraun sinni í NBA. Það var Allen Iverson fyrir Philadelphia 76ers. Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla sneri Zion Williamson aftur í lið New Orleans Pelicans og skoraði 25 stig og tók níu fráköst í sigri á Brooklyn Nets, 108-130. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 28 stig. Zion looked great in his return to action tonight! #KiaTipOff22 25 PTS 9 REB 4 STL pic.twitter.com/grzb1loFyK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn. Kyrie Irving náði sér ekki á strik og skoraði fimmtán stig úr nítján skotum og Ben Simmons átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum fyrir Brooklyn. Hann skoraði aðeins fjögur stig en fékk sex villur og Brooklyn tapaði með 26 stigum þegar hann var inni á vellinum. Ben Simmons Nets debut:4 points6 fouls-26 pic.twitter.com/ydFq5j6m10— StatMuse (@statmuse) October 20, 2022 Chicago Bulls fór vel af stað og sigraði Miami Heat, 108-116, á útivelli. DeMar DeRozan hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði 37 stig og gaf níu stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Miami og Tyler Herro 23. DeMar did what DeMar does best in the @chicagobulls season-opening win... GET BUCKETS! #KiaTipOff22 37 PTS, 6 REB, 9 AST, 2 STL pic.twitter.com/8gu9KPHNNG— NBA (@NBA) October 20, 2022 Damion Lee skoraði sigurkörfu Phoenix Suns þegar liðið vann Dallas Mavericks, 107-105, eftir stoðsendingu frá besta manni vallarins, Devin Booker. Hann skoraði 28 stig og gaf níu stoðsendingar í endurkomusigri Phoenix sem lenti mest 22 stigum undir í leiknum. One word to describe Damion Lee's @Suns debut... CLUTCH! 11 Q4 PTS Game-winner#KiaTipOff22 x @Dami0nLee pic.twitter.com/KKkHaOOhKK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Devin Booker dropped 28 PTS & 9 AST to help lead the @Suns to a 22 point comeback on opening night! #KiaTipOff22 pic.twitter.com/1Oc9ei7OQj— NBA (@NBA) October 20, 2022 Luka Doncic var að venju allt í öllu hjá Dallas og skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Chris Wood skilaði 25 stigum og átta fráköstum í fyrsta leik sínum fyrir Texas-liðið. Úrslitin í nótt Detroit 113-109 Orlando Brooklyn 108-130 New Orleans Miami 108-116 Chicago Phoenix 107-105 Dallas Indiana 107-114 Washington Atlanta 117-107 Houston Toronto 108-105 Cleveland Memphis 115-112 NY Knicks Minnesota 115-108 Oklahoma San Antonio 102-129 Charlotte Utah 123-102 Denver Sacramento 108-115 Portland NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira
Banchero skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar þegar Orlando tapaði fyrir Detroit Pistons, 113-109. Paolo Banchero was HISTORIC tonight, becoming the first No. 1 overall pick to drop 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut since LeBron James in 2003! pic.twitter.com/RrQwbl5h7r— NBA (@NBA) October 20, 2022 Hann er fyrsti nýliðinn sem skorar 25 stig eða meira, tekur að minnsta kosti fimm fráköst og gefur að minnsta kosti fimm stoðsendingar í fyrsta leik sínum í NBA síðan LeBron James 2003. Og aðeins þrír leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í nýliðavalinu hafa verið með viðlíka tölfræði í fyrsta leik sínum í NBA: Kareem Abdul-Jabbar, LeBron og Banchero. Since 1969, only three No. 1 overall picks have dropped 25+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut.Kareem Abdul-JabbarLeBron JamesPaolo Banchero pic.twitter.com/IFmdWyBUT0— NBA History (@NBAHistory) October 20, 2022 Þá hefur enginn nýliði í sögu Orlando skorað meira í fyrsta leik fyrir félagið en Banchero sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og fara þarf aftur til 1996 til að finna leikmann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu sem skoraði jafn mikið í frumraun sinni í NBA. Það var Allen Iverson fyrir Philadelphia 76ers. Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla sneri Zion Williamson aftur í lið New Orleans Pelicans og skoraði 25 stig og tók níu fráköst í sigri á Brooklyn Nets, 108-130. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 28 stig. Zion looked great in his return to action tonight! #KiaTipOff22 25 PTS 9 REB 4 STL pic.twitter.com/grzb1loFyK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn. Kyrie Irving náði sér ekki á strik og skoraði fimmtán stig úr nítján skotum og Ben Simmons átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum fyrir Brooklyn. Hann skoraði aðeins fjögur stig en fékk sex villur og Brooklyn tapaði með 26 stigum þegar hann var inni á vellinum. Ben Simmons Nets debut:4 points6 fouls-26 pic.twitter.com/ydFq5j6m10— StatMuse (@statmuse) October 20, 2022 Chicago Bulls fór vel af stað og sigraði Miami Heat, 108-116, á útivelli. DeMar DeRozan hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði 37 stig og gaf níu stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Miami og Tyler Herro 23. DeMar did what DeMar does best in the @chicagobulls season-opening win... GET BUCKETS! #KiaTipOff22 37 PTS, 6 REB, 9 AST, 2 STL pic.twitter.com/8gu9KPHNNG— NBA (@NBA) October 20, 2022 Damion Lee skoraði sigurkörfu Phoenix Suns þegar liðið vann Dallas Mavericks, 107-105, eftir stoðsendingu frá besta manni vallarins, Devin Booker. Hann skoraði 28 stig og gaf níu stoðsendingar í endurkomusigri Phoenix sem lenti mest 22 stigum undir í leiknum. One word to describe Damion Lee's @Suns debut... CLUTCH! 11 Q4 PTS Game-winner#KiaTipOff22 x @Dami0nLee pic.twitter.com/KKkHaOOhKK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Devin Booker dropped 28 PTS & 9 AST to help lead the @Suns to a 22 point comeback on opening night! #KiaTipOff22 pic.twitter.com/1Oc9ei7OQj— NBA (@NBA) October 20, 2022 Luka Doncic var að venju allt í öllu hjá Dallas og skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Chris Wood skilaði 25 stigum og átta fráköstum í fyrsta leik sínum fyrir Texas-liðið. Úrslitin í nótt Detroit 113-109 Orlando Brooklyn 108-130 New Orleans Miami 108-116 Chicago Phoenix 107-105 Dallas Indiana 107-114 Washington Atlanta 117-107 Houston Toronto 108-105 Cleveland Memphis 115-112 NY Knicks Minnesota 115-108 Oklahoma San Antonio 102-129 Charlotte Utah 123-102 Denver Sacramento 108-115 Portland
Detroit 113-109 Orlando Brooklyn 108-130 New Orleans Miami 108-116 Chicago Phoenix 107-105 Dallas Indiana 107-114 Washington Atlanta 117-107 Houston Toronto 108-105 Cleveland Memphis 115-112 NY Knicks Minnesota 115-108 Oklahoma San Antonio 102-129 Charlotte Utah 123-102 Denver Sacramento 108-115 Portland
NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira