Breiðvirkt bóluefni gegn HPV gefið bæði stúlkum og drengjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. október 2022 09:36 Gardasil virkar gegn fleiri tegundum HPV en Cervarix. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að öllum börnum, óháð kyni, verði boðin bólusetning gegn HPV-veirunni. Jafnframt verður nýtt breiðvirkara bóluefni tekið til notkunar, sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum HPV. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. „Til eru fjölmargar gerðir HPV veira. Margar þeirra valda engum einkennum, aðrar valda kynfæravörtum og nokkrar tegundir geta valdið krabbameini. Leghálskrabbamein er algengasta krabbameinið af völdum HPV veirunnar en hún getur einnig valdið krabbameini í ytri kynfærum, endaþarmi, munni og hálsi,“ segir í tilkynningunni. Í rúman áratug hefur 12 ára stúlkum verið boðin bólusetning gegn HPV með bóluefninu Cervarix. Það virkar gegn nokkrum tegundum veirunnar en nú á að taka í notkun bóluefnið Gardasil, sem veitir vörn gegn töluvert fleiri tegundum. „Ávinningur af bólusetningu gegn HPV veirunni er mikill en oft kemur fullur ávinningur ekki í ljós fyrr en 15-20 árum eftir að reglubundin bólusetning hefst. Góð bólusetningarþátttaka skiptir því miklu máli. Frá því að bólusetning stúlkna hófst hér á landi árið 2011 hefur þátttakan verið um 90% sem lofar góðu um árangurinn til lengri tíma litið. Notkun breiðvirkara bóluefnis sem gefið er öllum börnum mun skila enn meiri ávinningi í baráttunni gegn krabbameini af völdum HPV veirunnar,“ segir í tilkynningunni. HPV-veiran er til staðar hjá langflestum sem greinast með leghálskrabbamein eða forstigsbreytingar. Meirihluti fólks fær HPV-veiruna á einhverjum tímapunkti en í flestum tilvikum losar líkaminn sig við veiruna á innan við tveimur árum. Veiran smitast einna helst við kynmök. Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. „Til eru fjölmargar gerðir HPV veira. Margar þeirra valda engum einkennum, aðrar valda kynfæravörtum og nokkrar tegundir geta valdið krabbameini. Leghálskrabbamein er algengasta krabbameinið af völdum HPV veirunnar en hún getur einnig valdið krabbameini í ytri kynfærum, endaþarmi, munni og hálsi,“ segir í tilkynningunni. Í rúman áratug hefur 12 ára stúlkum verið boðin bólusetning gegn HPV með bóluefninu Cervarix. Það virkar gegn nokkrum tegundum veirunnar en nú á að taka í notkun bóluefnið Gardasil, sem veitir vörn gegn töluvert fleiri tegundum. „Ávinningur af bólusetningu gegn HPV veirunni er mikill en oft kemur fullur ávinningur ekki í ljós fyrr en 15-20 árum eftir að reglubundin bólusetning hefst. Góð bólusetningarþátttaka skiptir því miklu máli. Frá því að bólusetning stúlkna hófst hér á landi árið 2011 hefur þátttakan verið um 90% sem lofar góðu um árangurinn til lengri tíma litið. Notkun breiðvirkara bóluefnis sem gefið er öllum börnum mun skila enn meiri ávinningi í baráttunni gegn krabbameini af völdum HPV veirunnar,“ segir í tilkynningunni. HPV-veiran er til staðar hjá langflestum sem greinast með leghálskrabbamein eða forstigsbreytingar. Meirihluti fólks fær HPV-veiruna á einhverjum tímapunkti en í flestum tilvikum losar líkaminn sig við veiruna á innan við tveimur árum. Veiran smitast einna helst við kynmök.
Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira